Innlent

Búskapurinn í uppnámi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi.
Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi. Vísir/Valli
Mikill kuldi á sumartíma í Vallanesi hefur áhrif á grænmetisræktun, að sögn Eymundar Magnússonar bónda. „Byggið er að gægjast upp og voðalega hissa þegar það fær þessar móttökur, sama með salatið. Við erum búin að planta miklu af salati. En það gerist ekkert þegar er svona kalt.“ Hann segir byggið helst þrjóskast upp. „Maður sér í svona veðri hvað skjól skiptir miklu máli.“

Eymundur er jákvæður þó að kuldinn setji strik í reikninginn.  „Maður verður að taka Pollýönnu þegar svona er því að auðvitað getum við alltaf reiknað með að veðrið hagi sér svona. En maður horfir á salatið. Það er ekkert að gerast. Það þýðir það að við komum seinna inn á markaðinn.“

Honum finnst leiðinlegt að láta kúnnana bíða. „Það var verið að planta grænkálinu í gær og þau eru frekar kuldaleg. En við setjum það strax undir dúk. Það munar heilmiklu. Það eru alltaf einhverjar bjargir.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×