Erlent

Hafna reiðufé á kvöldin

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Á Strikinu í Kaupmannahöfn.
Á Strikinu í Kaupmannahöfn. Vísir/AFP
Frá og með næstu áramótum geta verslanir, kaffihús og veitingastaðir í Danmörku neitað að taka við greiðslu í reiðufé eftir klukkan 22 á kvöldin til klukkan sex á morgnana.

Á svæðunum þar sem rán eru algeng geta verslanir neitað að taka við reiðufé þegar frá klukkan 20 á kvöldin. Tilgangurinn með nýju lögunum er að draga úr hættunni á ránum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×