Erlent

Trafalgar Square rýmt vegna grunsamlegs hlutar: Lögregla aflýsir hættuástandi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Ekki er vitað um hverskonar hlut var að ræða en lögreglan hefur gefið út þær yfirlýsingar að hluturinn tengist ekki hryðjuverkum.
Ekki er vitað um hverskonar hlut var að ræða en lögreglan hefur gefið út þær yfirlýsingar að hluturinn tengist ekki hryðjuverkum. Vísir/Skjáskot
Trafalgar Square og Charing Cross lestarstöðin í London voru rýmd fyrir stuttu af lögreglu vegna grunsamlegs hlutar sem fannst þar nálægt. Hluturinn fannst á Duncannon stræti sem tengir miðlægu lestarlínuna við Trafalgar Square. Þetta kemur fram inn á vef Independent.

Lögregla var strax kölluð á svæðið en búið er að lýsa því yfir að pakkinn hafi verið fjarlægður og því sé ekki lengur um hættuástand að ræða. Ekki er vitað um hverskonar hlut var að ræða en lögreglan hefur gefið út þær yfirlýsingar að hluturinn tengist ekki hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×