Erlent

Hæsti maður Bretlands og Game of Thrones leikari látinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Neil Fingleton var hæsti maður Bretlands og lék í Game of Thrones.
Neil Fingleton var hæsti maður Bretlands og lék í Game of Thrones. Vísir/Getty
Game of Thrones leikarinn Neil Fingleton, sem jafnframt var hæsti maður Bretlands, er látinn, 36 ára að aldri. Fingleton lék risann Mag hinn mikilfenglega í þáttunum víðfrægu. Hann lést úr hjartaáfalli samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar.

Fingleton varð fljótt þekktur fyrir hæð sína í Bretlandi, en hann var 2,3 metrar á hæð. áður en hann sneri sér að leiklist, spilaði Fingleton körfubolta í Bandaríkjunum og á Spáni. Hann lék meðal annars í kvikmyndinni X-Men First Class og þá birtist hann einnig í sjónvarpsþáttunum Doctor Who.

Í viðtali við heimsmetabók Guinness árið 2016 sagði Fingleton að hann kæmi úr hávaxinni fjölskyldu, sem útskýrði hæð hans. Fingleton var vel metinn af vinum og vandamönnum sem lýstu honum sem afar blíðum einstaklingi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×