Skjálfti af stærðinni 3,1 mældist í norðaustanverðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli upp úr klukkan 21 í kvöld. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en allir minniháttar, að sögn vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Þá mældust nokkrir skjálftar í miðri Kötluöskju í nótt og í morgun, en engin merki eru um gosóróa.
