Líkur á breyttu byrjunarliði en ekki breytinganna vegna Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 24. júlí 2017 12:00 Byrjunarliiðið í fyrsta leiknum gegn Frakklandi. Katrín Ásbjörnsdóttir kom inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur í leiknum gegn Sviss. Vísir/Vilhelm Freyr Alexandersson segir koma sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á miðvikudag. Leik sem skiptir engu máli nema fyrir stolt íslenska liðsins. Skýr krafa sé að ljúka mótinu af krafti og með stolti. „Við erum að fara að spila til að vinna, númer 1, 2 og 3,“ sagði Freyr um hvað hann vildi sjá og ætlaði sér að gera í lokaleiknum gegn Sviss. „Það eina sem er í kollinum á mér er að vinna. Fara út úr þessu móti með sigri. Ég mun taka afstöðu með hverjar byrja út frá líkamlegu og andlegu ástandi leikmanna.“ Freyr ræðir við fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur og varafyrirliðann Guðbjörgu Gunnarsdóttur á æfingu liðsins í gær.Vísir/Tom Aflýsti hittingi með þreyttum leikmönnum Greinilegt er að mikil þreyta er í íslenska hópnum, andlega sem líkamlega, en það var ástæða þess að Freyr afboðað hitting leikmanna með blaðamönnum í morgun. Þess í stað mætti hann sjálfur með þjálfarateyminu og ræddi við blaðamenn. „Við viljum fara út úr þessu móti sem sigurvegarar,“ sagði Freyr. „Við lifum í núinu. Þessi leikur telur mikið fyrir okkur.“ Hugsar hann til þess að leikmenn þurfi á því að halda að vinna leik, fyrir sig og fyrir stuðningsmennina. Hann ætlar ekki að gera breytingar á liðinu bara til að gera breytingar. Hann velji sterkasta liðið út frá því hvaða leikmenn séu klárir í slaginn, andlega og líkamlega. Hólmfríður Magnúsdóttir átti fína innkomu gegn Sviss og þá vilja margir sjá Söndru Maríu Jessen fá tækifæri. „Þær gætu byrjað, þótt við ætlum okkur að vinna. Það er ekki útilokað að þær byrji leikinn. Ég treysti þessum 23 öllum til að byrja. Það kemur sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliðinu.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sandra María Jessen gætu mögulega fengið mínútur gegn Austurríki.Vísir/Tom Skýr krafa að ljúka mótinu með stolti Freyr gæti þurft að gera breytingar á byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna. Dagný Brynjarsdóttir var ekki heil heilsu fyrir mótið og fékk sóla í kviðinn gegn Sviss og er bólginn. Dagný er samt lykilmaður í byrjunarliðinu og ljóst að mikið þarf að gerast til að hún byrji ekki. Sömu sögu er að segja um Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða sem meiddist gegn Sviss en reiknar með því að verða klár í slaginn á miðvikudaginn. Þá fékk Sif Atladóttir hné í læri og var aum á æfingu liðsins í gær. En sama hvaða ellefu byrja leikinn þá er markmiðið ljóst. „Það er skýr krafa að ljúka mótinu með stolti og fullum krafti.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Sjá meira
Freyr Alexandersson segir koma sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á miðvikudag. Leik sem skiptir engu máli nema fyrir stolt íslenska liðsins. Skýr krafa sé að ljúka mótinu af krafti og með stolti. „Við erum að fara að spila til að vinna, númer 1, 2 og 3,“ sagði Freyr um hvað hann vildi sjá og ætlaði sér að gera í lokaleiknum gegn Sviss. „Það eina sem er í kollinum á mér er að vinna. Fara út úr þessu móti með sigri. Ég mun taka afstöðu með hverjar byrja út frá líkamlegu og andlegu ástandi leikmanna.“ Freyr ræðir við fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur og varafyrirliðann Guðbjörgu Gunnarsdóttur á æfingu liðsins í gær.Vísir/Tom Aflýsti hittingi með þreyttum leikmönnum Greinilegt er að mikil þreyta er í íslenska hópnum, andlega sem líkamlega, en það var ástæða þess að Freyr afboðað hitting leikmanna með blaðamönnum í morgun. Þess í stað mætti hann sjálfur með þjálfarateyminu og ræddi við blaðamenn. „Við viljum fara út úr þessu móti sem sigurvegarar,“ sagði Freyr. „Við lifum í núinu. Þessi leikur telur mikið fyrir okkur.“ Hugsar hann til þess að leikmenn þurfi á því að halda að vinna leik, fyrir sig og fyrir stuðningsmennina. Hann ætlar ekki að gera breytingar á liðinu bara til að gera breytingar. Hann velji sterkasta liðið út frá því hvaða leikmenn séu klárir í slaginn, andlega og líkamlega. Hólmfríður Magnúsdóttir átti fína innkomu gegn Sviss og þá vilja margir sjá Söndru Maríu Jessen fá tækifæri. „Þær gætu byrjað, þótt við ætlum okkur að vinna. Það er ekki útilokað að þær byrji leikinn. Ég treysti þessum 23 öllum til að byrja. Það kemur sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliðinu.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sandra María Jessen gætu mögulega fengið mínútur gegn Austurríki.Vísir/Tom Skýr krafa að ljúka mótinu með stolti Freyr gæti þurft að gera breytingar á byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna. Dagný Brynjarsdóttir var ekki heil heilsu fyrir mótið og fékk sóla í kviðinn gegn Sviss og er bólginn. Dagný er samt lykilmaður í byrjunarliðinu og ljóst að mikið þarf að gerast til að hún byrji ekki. Sömu sögu er að segja um Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða sem meiddist gegn Sviss en reiknar með því að verða klár í slaginn á miðvikudaginn. Þá fékk Sif Atladóttir hné í læri og var aum á æfingu liðsins í gær. En sama hvaða ellefu byrja leikinn þá er markmiðið ljóst. „Það er skýr krafa að ljúka mótinu með stolti og fullum krafti.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Sjá meira