Fótbolti

Kolbeinn á leið í læknisskoðun hjá Nantes

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kolbeinn skorar sigurmarkið gegn Tékkum í undankeppni EM á Laugardalsvelli.
Kolbeinn skorar sigurmarkið gegn Tékkum í undankeppni EM á Laugardalsvelli. vísir/ernir
Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er á leið í læknisskoðun hjá Nantes. Þetta staðfesti Andri Sigþórsson, umboðsmaður og bróðir Kolbeins, við RÚV í dag.

Kolbeinn spilaði síðast fótboltaleik fyrir ári síðan, eða 28. ágúst 2016. Hann var lánaður til Galatasaray í Tyrklandi á síðasta tímabili en náði ekki að spila fyrir félagið vegna hnémeiðsla.

Eftir tvær aðgerðir var útlitið svart með framtíð Kolbeins í fótbolta, en framherjinn varð 27 ára á árinu. Hann hefur undirgengist meðferð hjá sjúkraþjálfara sem hefur gengið vel.

„Hann fór í sterasprautu á dögunum og er bara á leið í styrktaræfingar. Hann verður í endurhæfingu sem mun svo leiða í ljós hvenær hann getur snúið aftur á æfingar hjá Nantes en við erum að vona að hann geti byrjað að spila á fyrri hluta þessa tímabils, það er að segja fyrir áramót. Þetta hafa verið erfið meiðsli að eiga við.“ sagði Andri.

Vonast er eftir að Kolbeinn geti snúið aftur á völlinn fyrir áramót. Kolbeinn hefur skorað 22 mörk fyrir Ísland í 44 landsleikjum.


Tengdar fréttir

Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn

Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×