Fótbolti

Skuldar 2,2 milljónir í meðlag og á leið í steininn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roberto Carlos á níu börn með nokkrum konum.
Roberto Carlos á níu börn með nokkrum konum. vísir/getty
Roberto Carlos hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna meðlagsskuldar.

Carlos, sem er 44 ára, skuldar fyrrverandi eiginkonu sinni tæpar 2,2 milljónir króna í meðlag vegna tveggja barna sem þau eiga saman.

Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum sagði Carlos að fjárhagsvandi væri ástæðan fyrir því að hann gat ekki borgað meðlagið á réttum tíma. Dómstóllinn í Ríó tók afsakanir hans ekki gildar og dæmdi Carlos í þriggja mánaða fangelsi.

Carlos varð faðir í níunda sinn í síðasta mánuði. Hann vantar því aðeins tvö börn í viðbót til að ná í heilt byrjunarlið í fótbolta.

Carlos starfar nú fyrir Real Madrid sem hann lék með á árunum 1996-2007. Carlos varð fjórum sinnum spænskur meistari með Real Madrid og vann Meistaradeild Evrópu í þrígang með Madrídarliðinu.

Þá varð hann heimsmeistari með brasilíska landsliðinu 2002. Sama ár varð hann annar í kjörinu á besta leikmanni heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×