Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 22:21 Mamma fékk knús eftir leik. Sif Atladóttir með dóttur sinni. Vísir/Getty Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. „Mér fannst þetta verða 50-50 leikur en svo fáum við á okkur tvö mörk með stuttu millibili og eftir það var þetta erfitt. Þetta klikkaði bara hjá okkur í dag,“ sagði Sif í viðtali við íslenska fjölmiðlamenn eftir leikinn en er hún ekki fúl að enda mótið á svona skelli. „Við erum allar mjög svekktar en hvað á maður að segja. Við töpuðum þessu en svona eru íþróttirnar.Stundum virkar þetta og stundum ekki og þetta gekk ekki hjá okkur í dag,“ sagði Sif. „Ég vil bara þakka fyrir stuðninginn. Þetta var algjörlega mót okkar stuðningsmanna og ég vil bara þakka þeim og ykkur fjölmiðlamönnum fyrir. Það hefur verið frábær umfjöllun og stuðningsmennirnir hafa fylgt okkur. Það er alveg klárt að við komum sterkari til baka,“ sagði Sif. „Þetta var ekki alveg eins og við vorum búin að teikna þetta upp. Við vissum að öll liðin í riðlinum eru sterk og kvennaknattspyrnan hefur tekið þvílíkt stökk á síðustu fjórum árum. Við vissum hvað við vorum að fara út í. Því miður eru þetta smáatriði sem eru að klikka,“ sagði Sif. „Við bara bætum okkur, stöndum saman sem lið. Við þurfum núna bara að spyrna okkur upp frá botninum og undirbúa okkur fyrir haustið,“ sagði Sif. Íslenska liðið komst í átta liða úrslitin á EM fyrir fjórum árum en tapaði nú öllum þremur leikjunum sínum. „Mér finnst við ekki hafa setið eftir. Það eru smáatriði sem klikka en mér finnst við vera þarna uppi. Nú þurfum við bara aðeins að lagfæra okkar leik örlítið en við erum þarna. Við áttum frábæran leik á móti Frökkum og mér fannst við vera í leiknum á móti Sviss,“ sagði Sif. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. „Mér fannst þetta verða 50-50 leikur en svo fáum við á okkur tvö mörk með stuttu millibili og eftir það var þetta erfitt. Þetta klikkaði bara hjá okkur í dag,“ sagði Sif í viðtali við íslenska fjölmiðlamenn eftir leikinn en er hún ekki fúl að enda mótið á svona skelli. „Við erum allar mjög svekktar en hvað á maður að segja. Við töpuðum þessu en svona eru íþróttirnar.Stundum virkar þetta og stundum ekki og þetta gekk ekki hjá okkur í dag,“ sagði Sif. „Ég vil bara þakka fyrir stuðninginn. Þetta var algjörlega mót okkar stuðningsmanna og ég vil bara þakka þeim og ykkur fjölmiðlamönnum fyrir. Það hefur verið frábær umfjöllun og stuðningsmennirnir hafa fylgt okkur. Það er alveg klárt að við komum sterkari til baka,“ sagði Sif. „Þetta var ekki alveg eins og við vorum búin að teikna þetta upp. Við vissum að öll liðin í riðlinum eru sterk og kvennaknattspyrnan hefur tekið þvílíkt stökk á síðustu fjórum árum. Við vissum hvað við vorum að fara út í. Því miður eru þetta smáatriði sem eru að klikka,“ sagði Sif. „Við bara bætum okkur, stöndum saman sem lið. Við þurfum núna bara að spyrna okkur upp frá botninum og undirbúa okkur fyrir haustið,“ sagði Sif. Íslenska liðið komst í átta liða úrslitin á EM fyrir fjórum árum en tapaði nú öllum þremur leikjunum sínum. „Mér finnst við ekki hafa setið eftir. Það eru smáatriði sem klikka en mér finnst við vera þarna uppi. Nú þurfum við bara aðeins að lagfæra okkar leik örlítið en við erum þarna. Við áttum frábæran leik á móti Frökkum og mér fannst við vera í leiknum á móti Sviss,“ sagði Sif.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira