Erlent

Mugabe ekki verkefnalaus

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve.
Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve. Nordicphotos/AFP
Robert Mugabe mun áfram gegna mikilvægu hlutverki í simbabv­eskum stjórnmálum þrátt fyrir að hafa sagt af sér forsetaembættinu á dögunum. Þetta sagði Fidelis Mukonori, prestur sem miðlaði málum á milli Mugabe og hersins, í viðtali við BBC í gær. Mugabe sagði af sér á þriðjudag í kjölfar þess að herinn tók völdin í landinu viku fyrr.

Sagði Mukonori að hlutverk Mugabe myndi felast í því að veita hinum nýja forseta, Emmerson Mnangagwa, ráðgjöf sem honum reyndari maður. Mnangagwa, langtímabandamaður Mugabe, var rekinn úr varaforsetaembættinu fyrr í mánuðinum og leiddi sú ákvörðun forseta að lokum til þess að Mugabe missti sæti sitt.

Mukonori vildi þó ekki staðfesta fréttir þess efnis að Mugabe hefði fengið 10 milljónir Bandaríkjadala fyrir að segja af sér. 


Tengdar fréttir

Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda

Robert Mugabe sagði af sér simbabveska forsetaembættinu í gær. Afsagnarbréf hans var óvænt lesið upp á þingfundi þar sem rætt var um embættissviptingartillögu á hendur honum.

Undirbúa embættissviptingu Mugabe

Simbabveska þingið kemur að öllum líkindum saman í dag. Tillaga um að svipta Robert Mugabe forseta embætti gæti verið afgreidd áður en dagurinn er úti. Yfirgnæfandi meirihluti sagður fyrir tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×