Rússinn sem ætlar sér að velta Conor McGregor af stalli hjá UFC, Khabib Nurmagomedov, verður að komast af án föður síns um komandi helgi í Las Vegas.
Þá er Khabib að fara að berjast um réttinn til þess að mæta Íranum er hann berst við Tony Ferguson um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC.
Nurmagomedov er strangtrúaður múslimi og ætlar sér að verða fyrsti músliminn sem verður meistari hjá UFC.
Faðir hans, Abdulmanap, ætlaði að vera í horni sonar síns líkt og venjulega um næstu helgi en hann fékk ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Ekki sá fyrsti sem lendir í slíkum vandræðum síðustu misseri.
Kahbib hefur barist 24 sinnum á ferlinum og aldrei tapað. Bardagi hans og Ferguson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um næstu helgi.
Faðir Khabib fékk ekki að koma til Bandaríkjanna

Tengdar fréttir

Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið
Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið.