Norskum stjórnvöldum stefnt vegna olíuleitarleyfa Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 14:00 Ákvæði sem var sett inn í norsku stjórnarskrána árið 2014 á að tryggja rétt fólks til heilbrigðs umhverfis. Vísir/AFP Tvenn náttúruverndarsamtök hafa stefnt norsku ríkisstjórninni vegna veitingar olíuleitarleyfa í Barentshafi þrátt fyrir skuldbindinga hennar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnin telur sig ekki brjóta gegn stjórnarskrárákvæði um vernd umhverfisins fyrir komandi kynslóðir. Krafa Grænfriðunga og Náttúru og æsku er að tíu leitarleyfi sem ríkisstjórnin veitti í Barentshafi norðan heimskautsbaugar í fyrra verði felld úr gildi. Leyfin voru þau fyrstu sem gefin voru út í tuttugu ár en samtökin telja að þau stangist á við markmið Parísarsamkomulagsins og norsku stjórnarskrána, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ljóst er að ef mannkynið ætlar að ná að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga þá þarf það að skilja stærstan hluta þekktra birgða jarðefnaeldsneytis eftir í jörðinni. Rök Grænfriðunga eru meðal annars þau að menn hafi þegar fundið meira af jarðefnaeldsneyti en hægt er að brenna án þess að hlýnun jarðar verði meiri en 1,5-2°C. „Þetta snýst ekki bara um losun Noregs. Þetta snýst um ójafnvægi í kolefnisþaki heimsins og nauðsyn þess að lönd sem framleiða jarðefnaeldsneyti hætti að leita að meiri olíu þegar við höfum nú þegar fundið meira en heimurinn hefur efni á að við brennum,“ segir Truls Gulowsen, framkvæmdastjóri Grænfriðunga í Noregi. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda þannig að hnattræn hlýnun verði innan við 2°C og helst innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Kyrrahafsríki þrýstu á um metnaðarfyllra markmiðið en sum þeirra eru í hættu á að sökkva í sæ með hækkandi yfirborði sjávar. Tengdar fréttir 2017 stefnir í að verða næsthlýjasta árið frá upphafi mælinga September var sá fjórði hlýjasti frá upphafi mælinga en þeir tíu hlýjustu hafa allir orðið á þessari öld. 19. október 2017 14:47 Ísland vegi skaðann af olíulekum á móti ábata af vinnslu á norðurslóðum Fyrrverandi vísindaráðgjafi Baracks Obama segir að íslensk stjórnvöld ættu að kanna hvort þau búi yfir innviðum til að takast á við olíuslys áður en þau heimila vinnslu í Norður-Íshafinu. 13. október 2017 09:30 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Tvenn náttúruverndarsamtök hafa stefnt norsku ríkisstjórninni vegna veitingar olíuleitarleyfa í Barentshafi þrátt fyrir skuldbindinga hennar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnin telur sig ekki brjóta gegn stjórnarskrárákvæði um vernd umhverfisins fyrir komandi kynslóðir. Krafa Grænfriðunga og Náttúru og æsku er að tíu leitarleyfi sem ríkisstjórnin veitti í Barentshafi norðan heimskautsbaugar í fyrra verði felld úr gildi. Leyfin voru þau fyrstu sem gefin voru út í tuttugu ár en samtökin telja að þau stangist á við markmið Parísarsamkomulagsins og norsku stjórnarskrána, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ljóst er að ef mannkynið ætlar að ná að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga þá þarf það að skilja stærstan hluta þekktra birgða jarðefnaeldsneytis eftir í jörðinni. Rök Grænfriðunga eru meðal annars þau að menn hafi þegar fundið meira af jarðefnaeldsneyti en hægt er að brenna án þess að hlýnun jarðar verði meiri en 1,5-2°C. „Þetta snýst ekki bara um losun Noregs. Þetta snýst um ójafnvægi í kolefnisþaki heimsins og nauðsyn þess að lönd sem framleiða jarðefnaeldsneyti hætti að leita að meiri olíu þegar við höfum nú þegar fundið meira en heimurinn hefur efni á að við brennum,“ segir Truls Gulowsen, framkvæmdastjóri Grænfriðunga í Noregi. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda þannig að hnattræn hlýnun verði innan við 2°C og helst innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Kyrrahafsríki þrýstu á um metnaðarfyllra markmiðið en sum þeirra eru í hættu á að sökkva í sæ með hækkandi yfirborði sjávar.
Tengdar fréttir 2017 stefnir í að verða næsthlýjasta árið frá upphafi mælinga September var sá fjórði hlýjasti frá upphafi mælinga en þeir tíu hlýjustu hafa allir orðið á þessari öld. 19. október 2017 14:47 Ísland vegi skaðann af olíulekum á móti ábata af vinnslu á norðurslóðum Fyrrverandi vísindaráðgjafi Baracks Obama segir að íslensk stjórnvöld ættu að kanna hvort þau búi yfir innviðum til að takast á við olíuslys áður en þau heimila vinnslu í Norður-Íshafinu. 13. október 2017 09:30 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
2017 stefnir í að verða næsthlýjasta árið frá upphafi mælinga September var sá fjórði hlýjasti frá upphafi mælinga en þeir tíu hlýjustu hafa allir orðið á þessari öld. 19. október 2017 14:47
Ísland vegi skaðann af olíulekum á móti ábata af vinnslu á norðurslóðum Fyrrverandi vísindaráðgjafi Baracks Obama segir að íslensk stjórnvöld ættu að kanna hvort þau búi yfir innviðum til að takast á við olíuslys áður en þau heimila vinnslu í Norður-Íshafinu. 13. október 2017 09:30
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25