Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2017 12:48 Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir mikilvægt að efla enn frekar varnir á svæðinu. Páll Björgvin Guðmundsson Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu.Heppileg tilviljun að verktakar voru á svæðinu „Það vildi svo vel til að það voru verktakar hérna á staðnum frá Suðurverki sem voru að vinna að Norðfjarðargöngum.“ Bæjarstjórinn segir þeir hafi strax brugðist við og komið sér að verki.„Ég vil segja að þeir hafi í raun og veru komið í veg fyrir það tjón sem hefði getað orðið. Að brúin hefði hreinlega farið. Þeir eiga miklar þakkir skyldar.“Ofanflóðavarnirnar sönnuðu sig Spurður að því hvaða lærdóm mætti draga af síðasta sólarhringi segir Páll Björgvin að við eigum að verja meira fjármagni í varnir. „Sem betur fer höfðum við sett fjármagn í sjóð sem heitir ofanflóðasjóður og það er búið að setja upp ofanflóðarvarnir til dæmis á Eskifirði.“ Það hafi einmitt verið búið að setja upp slíkar varnir í Hlíðarendaá. „Ég vil meina að það skipti miklu máli í þessu, Það hefði örugglega farið mikið verr ef ekki hefðu verið þær varnir sem var búið að búa til.“Verktakar að störfum við Hlíðarendaá.Snorri AðalsteinssonEigum ekki að spara þegar öryggi er annars vegar Bæjarstjórinn hvetur ríkið til að veita meira fjármagni úr ofanflóðasjóði í þessi verkefni. Við eigum að læra af þessu. Það eru til nægir peningar í ofanflóðasjóði.„Við eigum að draga þann lærdóm að varnirnar virka. Þær bjarga mannslífum og þær bjarga eignum fólks og menn eiga ekki að draga úr fjármagni sem lýtur að öryggi fólks á þessum svæðum.“ Í Fjarðabyggð var það Eskifjörður sem fór verst úr út vatnstjóninu í gær. „Það er búið að vera mikið vatnsveður undanfarna daga á þessum slóðum í tvo daga. Það hefur rignt mikið meira en við eigum að venjast á þessum árstíma,“ segir Páll Björgvin sem hefur átt í nógu að snúast á undanförnum sólarhringi.Skemmdir við nýja brú Páll Björgvin segir að mikið af aurframburði sem hafi komið þar fram með Hlíðarendaá sem hafi orðið til þess að nú brú hafi stíflast og vatn hafi tekið að flæða yfir hana. Hann veit ekki til þess að neinn hafi slasast. Aðspurður hvort vinna sé hafin við að meta tjónið segir Björgvin að farið verði í það við fyrsta tækifæri. „Það er búið að minnka mikið rigningin og vatnsmagnið en það er ennþá svolítið rok en það verður farið í það við fyrsta tækifæri að meta hvaða tjón hefur orðið.“ Hann telur að mesta tjónið sé fyrir bæinn sjálfan fremur en á eignum einstaklinga. Vatnsskemdir hafi orðið á vegum og í kringum brúna. Páll Björgvin vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu og verktakanna sem gerðu það að verkum að það varð ekki meira tjón. Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu.Heppileg tilviljun að verktakar voru á svæðinu „Það vildi svo vel til að það voru verktakar hérna á staðnum frá Suðurverki sem voru að vinna að Norðfjarðargöngum.“ Bæjarstjórinn segir þeir hafi strax brugðist við og komið sér að verki.„Ég vil segja að þeir hafi í raun og veru komið í veg fyrir það tjón sem hefði getað orðið. Að brúin hefði hreinlega farið. Þeir eiga miklar þakkir skyldar.“Ofanflóðavarnirnar sönnuðu sig Spurður að því hvaða lærdóm mætti draga af síðasta sólarhringi segir Páll Björgvin að við eigum að verja meira fjármagni í varnir. „Sem betur fer höfðum við sett fjármagn í sjóð sem heitir ofanflóðasjóður og það er búið að setja upp ofanflóðarvarnir til dæmis á Eskifirði.“ Það hafi einmitt verið búið að setja upp slíkar varnir í Hlíðarendaá. „Ég vil meina að það skipti miklu máli í þessu, Það hefði örugglega farið mikið verr ef ekki hefðu verið þær varnir sem var búið að búa til.“Verktakar að störfum við Hlíðarendaá.Snorri AðalsteinssonEigum ekki að spara þegar öryggi er annars vegar Bæjarstjórinn hvetur ríkið til að veita meira fjármagni úr ofanflóðasjóði í þessi verkefni. Við eigum að læra af þessu. Það eru til nægir peningar í ofanflóðasjóði.„Við eigum að draga þann lærdóm að varnirnar virka. Þær bjarga mannslífum og þær bjarga eignum fólks og menn eiga ekki að draga úr fjármagni sem lýtur að öryggi fólks á þessum svæðum.“ Í Fjarðabyggð var það Eskifjörður sem fór verst úr út vatnstjóninu í gær. „Það er búið að vera mikið vatnsveður undanfarna daga á þessum slóðum í tvo daga. Það hefur rignt mikið meira en við eigum að venjast á þessum árstíma,“ segir Páll Björgvin sem hefur átt í nógu að snúast á undanförnum sólarhringi.Skemmdir við nýja brú Páll Björgvin segir að mikið af aurframburði sem hafi komið þar fram með Hlíðarendaá sem hafi orðið til þess að nú brú hafi stíflast og vatn hafi tekið að flæða yfir hana. Hann veit ekki til þess að neinn hafi slasast. Aðspurður hvort vinna sé hafin við að meta tjónið segir Björgvin að farið verði í það við fyrsta tækifæri. „Það er búið að minnka mikið rigningin og vatnsmagnið en það er ennþá svolítið rok en það verður farið í það við fyrsta tækifæri að meta hvaða tjón hefur orðið.“ Hann telur að mesta tjónið sé fyrir bæinn sjálfan fremur en á eignum einstaklinga. Vatnsskemdir hafi orðið á vegum og í kringum brúna. Páll Björgvin vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu og verktakanna sem gerðu það að verkum að það varð ekki meira tjón.
Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12
Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18