Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 22:33 Ellefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Vísir/AFP Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum beitti neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðsins um að hefja að nýja alþjóðlega rannsókn á notkun efnavopna í Sýrlandi. Rannsókninni hefði verið ætlað að komast að því hverjir hefðu verið að beita efnavopnum í landinu. Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Ályktunin sneri að því að endurvekja rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, sem Rússar komu í veg fyrir að yrði framlengd í síðasta mánuði.Sjá einnig: Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í SýrlandiEllefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Ályktanir þurfa einungis níu atkvæði til að vera samþykktar en Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kína og Frakkland geta beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykktir.Beiting neitunarvaldsins hefur verið harðlega gagnrýnd af sendiherrum Bandaríkjanna og Frakklands. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa veitt Öryggisráðinu „þungt högg“. „Með því að stöðva viðleitanir ráðsins til að bera kennsl á gerendur hefur Rússland dregið úr getu okkar til að koma í veg fyrir árásir í framtíðinni.“ „Skilaboðin til allra sem eru að hlusta eru í rauninni skýr: Rússland sættir sig við beitingu efnavopna í Sýrlandi,“ sagði hún. Francois Delattre, sendiherra Frakklands, sló á svipaða strengi og sagði að erfiðara yrði að koma í veg fyrir efnavopnaárásir í framtíðinni. „Svo það sé á hreinu, þá höfum við gefið skrímsli lausan tauminn hér í kvöld,“ sagði Delattre. Rússar höfðu gagnrýnt niðurstöður rannsakenda Sameinuðu þjóðanna og OPCW sem birtar voru í síðasta mánuði um að saríngasi hefði verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun í apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad um að hafa framkvæmt árásina. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á árásinni.Sjá einnig: Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinniSkömmu fyrir atkvæðagreiðsluna um ályktunina í kvöld, sem lögð var fram af Bandaríkjunum, drógu Rússar til baka ályktun sem þeir höfðu lagt fram. Þar var farið fram á að niðurstöður rannsóknarinnar varðandi Khan Sheikhoun yrðu felldar niður og önnur „allsherjar og hágæða rannsókn“ færi fram. Ályktunin var dregin til baka eftir að Rússar töpuðu atkvæðagreiðslu um að taka ályktun Bandaríkjanna fyrir fyrst. Tengdar fréttir Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15 „Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum beitti neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðsins um að hefja að nýja alþjóðlega rannsókn á notkun efnavopna í Sýrlandi. Rannsókninni hefði verið ætlað að komast að því hverjir hefðu verið að beita efnavopnum í landinu. Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Ályktunin sneri að því að endurvekja rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, sem Rússar komu í veg fyrir að yrði framlengd í síðasta mánuði.Sjá einnig: Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í SýrlandiEllefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Ályktanir þurfa einungis níu atkvæði til að vera samþykktar en Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kína og Frakkland geta beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykktir.Beiting neitunarvaldsins hefur verið harðlega gagnrýnd af sendiherrum Bandaríkjanna og Frakklands. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa veitt Öryggisráðinu „þungt högg“. „Með því að stöðva viðleitanir ráðsins til að bera kennsl á gerendur hefur Rússland dregið úr getu okkar til að koma í veg fyrir árásir í framtíðinni.“ „Skilaboðin til allra sem eru að hlusta eru í rauninni skýr: Rússland sættir sig við beitingu efnavopna í Sýrlandi,“ sagði hún. Francois Delattre, sendiherra Frakklands, sló á svipaða strengi og sagði að erfiðara yrði að koma í veg fyrir efnavopnaárásir í framtíðinni. „Svo það sé á hreinu, þá höfum við gefið skrímsli lausan tauminn hér í kvöld,“ sagði Delattre. Rússar höfðu gagnrýnt niðurstöður rannsakenda Sameinuðu þjóðanna og OPCW sem birtar voru í síðasta mánuði um að saríngasi hefði verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun í apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad um að hafa framkvæmt árásina. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á árásinni.Sjá einnig: Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinniSkömmu fyrir atkvæðagreiðsluna um ályktunina í kvöld, sem lögð var fram af Bandaríkjunum, drógu Rússar til baka ályktun sem þeir höfðu lagt fram. Þar var farið fram á að niðurstöður rannsóknarinnar varðandi Khan Sheikhoun yrðu felldar niður og önnur „allsherjar og hágæða rannsókn“ færi fram. Ályktunin var dregin til baka eftir að Rússar töpuðu atkvæðagreiðslu um að taka ályktun Bandaríkjanna fyrir fyrst.
Tengdar fréttir Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15 „Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44
Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07
May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15
„Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54