Gististaður þar sem áður var hjúkrunarheimili á Kumbaravogi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. október 2017 06:00 Ocean Beach Apartments hefur tekið yfir Kumbaravog. vísir/anton „Þetta lítur allt vel út,“ segir Stefán Aðalsteinsson hjá Ocean Beach Apartments sem undirbýr opnun gististaðar á Kumbaravogi. Hann segir pantanir þegar hafa verið gerðar. Hjúkrunarheimili á Kumbaravogi var lokað fyrr á þessu ári eftir að heilbrigðisráðuneytið rifti þjónustusamningi um reksturinn vegna ágalla á húsnæðinu. Heimilisfólkinu var í kjölfarið dreift á ýmis önnur heimili víða um land. Nú hefur Kumbaravogur fengið nýtt hlutverk og unnið er að endurbótum. Stefán segir áætlað að opna gististaðinn í lok mánaðarins. „Það er von á fyrstu gestunum í byrjun nóvember,“ segir hann. Eldunaraðstaða og bað verður í hverju herbergi. „Gestirnir sjá um matinn sinn sjálfir. Við þjónustum aðeins gistingu og þrif.“ Á staðnum verða fimm fjögurra manna herbergi, eitt þriggja manna herbergi og sextán tveggja manna herbergi er allt verður tilbúið. „Við skiptum þessu í tvo áfanga og erum búin að taka fyrsta áfangann í gegn og fara í miklar breytingar að innan. Þetta verður í besta húsinu á staðnum sem er bygging úr steini og mjög hentug í þetta,“ segir Stefán. Félagið að baki nýja gististaðnum er með rekstur annars staðar á Suðurlandi að sögn Stefáns, meðal annars á Hellu.Miklar endurbætur eru í gangi innanhúss á Kumbaravogi þar sem seld verður gisting án veitinga.vísir/anton Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimmtíu manns missa vinnuna þegar Kumbaravogur lokar Stjórn stéttarfélagsins Bárunnar harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi hjúkrunarheimilið á Kumbaravogi en eins og greint hefur verið frá mun heimilið loka á næstunni. 25. janúar 2017 10:29 Saka ráðuneytið um skepnuskap og segja landlækni ljúga um Kumbaravog Íbúar á Kumbaravogi er sárir og kvíðnir vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að loka heimilinu. Þeir segja ósannindi í skýrslu landlæknis um ástandið á heimilinu. 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Fleiri fréttir Ummæli föður merki um heiðursofbeldi: Sagði í lagi ef sonur sinn myndi myrða dóttur sína Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Sjá meira
„Þetta lítur allt vel út,“ segir Stefán Aðalsteinsson hjá Ocean Beach Apartments sem undirbýr opnun gististaðar á Kumbaravogi. Hann segir pantanir þegar hafa verið gerðar. Hjúkrunarheimili á Kumbaravogi var lokað fyrr á þessu ári eftir að heilbrigðisráðuneytið rifti þjónustusamningi um reksturinn vegna ágalla á húsnæðinu. Heimilisfólkinu var í kjölfarið dreift á ýmis önnur heimili víða um land. Nú hefur Kumbaravogur fengið nýtt hlutverk og unnið er að endurbótum. Stefán segir áætlað að opna gististaðinn í lok mánaðarins. „Það er von á fyrstu gestunum í byrjun nóvember,“ segir hann. Eldunaraðstaða og bað verður í hverju herbergi. „Gestirnir sjá um matinn sinn sjálfir. Við þjónustum aðeins gistingu og þrif.“ Á staðnum verða fimm fjögurra manna herbergi, eitt þriggja manna herbergi og sextán tveggja manna herbergi er allt verður tilbúið. „Við skiptum þessu í tvo áfanga og erum búin að taka fyrsta áfangann í gegn og fara í miklar breytingar að innan. Þetta verður í besta húsinu á staðnum sem er bygging úr steini og mjög hentug í þetta,“ segir Stefán. Félagið að baki nýja gististaðnum er með rekstur annars staðar á Suðurlandi að sögn Stefáns, meðal annars á Hellu.Miklar endurbætur eru í gangi innanhúss á Kumbaravogi þar sem seld verður gisting án veitinga.vísir/anton
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimmtíu manns missa vinnuna þegar Kumbaravogur lokar Stjórn stéttarfélagsins Bárunnar harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi hjúkrunarheimilið á Kumbaravogi en eins og greint hefur verið frá mun heimilið loka á næstunni. 25. janúar 2017 10:29 Saka ráðuneytið um skepnuskap og segja landlækni ljúga um Kumbaravog Íbúar á Kumbaravogi er sárir og kvíðnir vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að loka heimilinu. Þeir segja ósannindi í skýrslu landlæknis um ástandið á heimilinu. 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Fleiri fréttir Ummæli föður merki um heiðursofbeldi: Sagði í lagi ef sonur sinn myndi myrða dóttur sína Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Sjá meira
Fimmtíu manns missa vinnuna þegar Kumbaravogur lokar Stjórn stéttarfélagsins Bárunnar harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi hjúkrunarheimilið á Kumbaravogi en eins og greint hefur verið frá mun heimilið loka á næstunni. 25. janúar 2017 10:29
Saka ráðuneytið um skepnuskap og segja landlækni ljúga um Kumbaravog Íbúar á Kumbaravogi er sárir og kvíðnir vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að loka heimilinu. Þeir segja ósannindi í skýrslu landlæknis um ástandið á heimilinu. 7. janúar 2017 07:00