Skattar á lág laun hafa hækkað mest Sveinn Arnarsson skrifar 4. október 2017 06:00 Allir skattgreiðendur greiða meira í skatt nú en árið 2013. Hækkunin er mismikil eftir tekjuhópum. vísir/anton brink Efstu tvær tekjutíundirnar hér á landi þéna rúmlega helming allra atvinnutekna í landinu. Laun þessara tekjuhæstu hópa hafa hækkað meira frá 2013 í prósentum en skattgreiðslur þeirra. Skattgreiðslur allra hinna hópanna hafa hækkað meira en laun þeirra. Heildaratvinnutekjur efstu tíundar landsins, sem eru alls 20.860 einstaklingar, þénaði 383 milljarða króna á síðasta ári og hefur hækkað um 83 milljarða síðan 2013 eða 27,6 prósent. Heildarskattgreiðslur þessa hóps höfðu hækkað á sama tíma um 23,9 milljarða eða 20,6 prósent.Sé litið til neðstu tíundanna er aðra sögu að segja þar sem skattbyrði þeirra hefur aukist meira á þessum tíma. Neðstu tvær tekjutíundirnar greiddu engan skatt árið 2013 og fengu greitt úr sameiginlegum sjóðum. Neðsta tekjutíundin greiðir hins vegar skatt nú sem og önnur tekjutíundin. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, bendir á að hér hafi átt sér stað mikil kaupmáttaraukning á síðustu árum og að kaupmátturinn nú sé orðinn svipaður og fyrir hrun. „Aukin skattbyrði lægstu tekjuhópanna gefur til kynna að þeir séu komnir yfir skattleysismörk og því farnir að greiða til baka til samfélagsins,“ segir Benedikt. Skattbyrði þriðju tekjutíundarinnar hefur hækkað á þessu tímabili um 94 prósent og fjórða tekjutíundin greiðir 62 prósentum hærri skatt en hún gerði árið 2013. Hins vegar hefur hækkun launa þessara hópa aðeins verið 37 prósent fyrir þriðju tíund og 49 prósent fyrir fjórðu tíund. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir þessar tölur sýna þá hægri stefnu sem hér hefur verið rekin síðustu ár. „Það dregur sundur með þeim sem mest hafa og þeim sem lítið hafa. Nú er mál að linni og það þarf að endurspeglast í útgjaldastefnu og skattastefnu stjórnvalda. Markmið okkar á að vera að jafna kjör hér á landi,“ segir Svandís. Heildaratvinnutekjur landsmanna árið 2016 voru 1.122 milljarðar króna. Neðstu fjórar tíundirnar þénuðu samtals um 9 prósent af heildaratvinnutekjum þjóðarinnar. Hafa ber í huga að hér eru allir þeir einstaklingar sem voru á vinnumarkaði árið 2016, bæði þeir sem voru í fullri vinnu og þeir sem voru í hlutastörfum eða námsmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Fleiri fréttir Ummæli föður merki um heiðursofbeldi: Sagði í lagi ef sonur sinn myndi myrða dóttur sína Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Sjá meira
Efstu tvær tekjutíundirnar hér á landi þéna rúmlega helming allra atvinnutekna í landinu. Laun þessara tekjuhæstu hópa hafa hækkað meira frá 2013 í prósentum en skattgreiðslur þeirra. Skattgreiðslur allra hinna hópanna hafa hækkað meira en laun þeirra. Heildaratvinnutekjur efstu tíundar landsins, sem eru alls 20.860 einstaklingar, þénaði 383 milljarða króna á síðasta ári og hefur hækkað um 83 milljarða síðan 2013 eða 27,6 prósent. Heildarskattgreiðslur þessa hóps höfðu hækkað á sama tíma um 23,9 milljarða eða 20,6 prósent.Sé litið til neðstu tíundanna er aðra sögu að segja þar sem skattbyrði þeirra hefur aukist meira á þessum tíma. Neðstu tvær tekjutíundirnar greiddu engan skatt árið 2013 og fengu greitt úr sameiginlegum sjóðum. Neðsta tekjutíundin greiðir hins vegar skatt nú sem og önnur tekjutíundin. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, bendir á að hér hafi átt sér stað mikil kaupmáttaraukning á síðustu árum og að kaupmátturinn nú sé orðinn svipaður og fyrir hrun. „Aukin skattbyrði lægstu tekjuhópanna gefur til kynna að þeir séu komnir yfir skattleysismörk og því farnir að greiða til baka til samfélagsins,“ segir Benedikt. Skattbyrði þriðju tekjutíundarinnar hefur hækkað á þessu tímabili um 94 prósent og fjórða tekjutíundin greiðir 62 prósentum hærri skatt en hún gerði árið 2013. Hins vegar hefur hækkun launa þessara hópa aðeins verið 37 prósent fyrir þriðju tíund og 49 prósent fyrir fjórðu tíund. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir þessar tölur sýna þá hægri stefnu sem hér hefur verið rekin síðustu ár. „Það dregur sundur með þeim sem mest hafa og þeim sem lítið hafa. Nú er mál að linni og það þarf að endurspeglast í útgjaldastefnu og skattastefnu stjórnvalda. Markmið okkar á að vera að jafna kjör hér á landi,“ segir Svandís. Heildaratvinnutekjur landsmanna árið 2016 voru 1.122 milljarðar króna. Neðstu fjórar tíundirnar þénuðu samtals um 9 prósent af heildaratvinnutekjum þjóðarinnar. Hafa ber í huga að hér eru allir þeir einstaklingar sem voru á vinnumarkaði árið 2016, bæði þeir sem voru í fullri vinnu og þeir sem voru í hlutastörfum eða námsmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Fleiri fréttir Ummæli föður merki um heiðursofbeldi: Sagði í lagi ef sonur sinn myndi myrða dóttur sína Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Sjá meira