Fótbolti

Verður frá í tvo mánuði vegna leikaraskaps

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Seydou Doumbia í leiknum gegn Barcelona þar sem hann meiddist.
Seydou Doumbia í leiknum gegn Barcelona þar sem hann meiddist. vísir/getty
Seydou Doumbia, framherji Sporting og landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, verður frá næstu tvo mánuðina vegna meiðsla.

Það er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Doumbia meiddist þegar hann kastaði sér niður og reyndi að fiska vítaspyrnu í leik Sporting og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

Doumbia fékk gult spjald fyrir leikaraskapinn og haltraði svo af velli. Seinna kom svo í ljós að Doumbia var tognaður og verður frá keppni í tvo mánuði.

Doumbia missir því að síðustu tveimur leikjum Fílabeinsstrandarinnar í undankeppni HM 2018 og nokkrum leikjum með Sporting.

Hinn 29 ára gamli Doumbia gekk í raðir Sporting fyrir tímabilið. Hann er á láni frá ítalska liðinu Roma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×