„Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 20:10 Garðar Steinn Ólafsson, héraðsdómslögmaður Vísir/AFP „Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar,“ segir Garðar St. Ólafsson verjandi lögreglumanns og starfsmann Nova sem kærðu Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra og aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin.Alda Hrönn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hún greindi frá niðurstöðu héraðssaksóknara um að fella málið gegn henni niður. Garðar Steinn segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi nú fengið að sjá úrskurð héraðssaksóknara og þar komi fram að Alda Hrönn hafi brotið lögreglulög og reglur sem gilda um rannsókn sakamála.Alda Hrönn Jóhannsdóttir.„Ákvörðun um að ákæra Öldu Hrönn ekki var rökstudd á þeim grundvelli að erfitt væri að sanna hvaða hugarástand bjó að baki þegar Alda Hrönn framdi lögbrot sitt, þ.e. hvort um væri að ræða ásetning eða gáleysi. Þannig taldi settur héraðssaksóknari ekki víst hvort brot Öldu Hrannar væru refsiverð samkvæmt hegningarlögum, en til þess þyrfti að sanna ásetning eða stórfellt gáleysi,“ segir í yfirlýsingu Garðars Steins. „Afleiðing af lögbrotum Öldu Hrannar var stórfellt tjón á æru, starfsheiðri og sálarlífi þriggja manna sem aldrei var nein skynsamleg ástæða til að telja seka um þær fjarstæðukenndar ávirðingar sem hún bar á þá,“ segir Garðar Steinn. Áfellisdómur um yfirstjórn lögreglu Hann segir að samkvæmt úrskurði héraðssaksóknara virðist svo vera að Alda Hrönn hafi sloppið við refsingu á þeim grundvelli að ekki sé hægt að útiloka að hún hafi framið lögbrot sín og vegið að mannorði manna í gáleysi. „Og valdið því skelfilega tjón sem hún gerði vegna vanþekkingar á lögum og almennri óhæfu til lögreglustarfa,“ segir Garðar. Hann segir málið vera áfellisdóm um yfirstjórn lögreglunnar, að saksóknari telji ekki hægt að ganga út frá því að æðstu yfirmenn lögreglu kunni ekki lög sem gilda um störf þeirra og séu færir um að fylgja þeim. „Við erum að meta hvort skjóta skuli þessu til setts ríkissaksóknara. Þá er sjálfsagt að ráðherra taki það til skoðunar hvort Alda Hrönn verði áminnt fyrir brot á lögum, reglum og starfsskyldum, sem og hvort hún getur áfram sinnt störfum hjá lögreglu,“ segir Garðar og bætir við að lokum: „Óháð refsikröfu liggur fyrir að Alda Hrönn virðist hafa staðið skelfilega að málum við rannsókn sína. Jafnvel þó hún geti vikið sér undan refsiábyrgð með að bera fyrir sig þekkingarleysi og gáleysi, þá er ljóst að slík völd sem hún hefur haft mega ekki vera í höndum fólks sem lætur sér lög og reglur í léttu rúmi liggja.“ Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Fleiri fréttir Ummæli föður merki um heiðursofbeldi: Sagði í lagi ef sonur sinn myndi myrða dóttur sína Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Sjá meira
„Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar,“ segir Garðar St. Ólafsson verjandi lögreglumanns og starfsmann Nova sem kærðu Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra og aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin.Alda Hrönn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hún greindi frá niðurstöðu héraðssaksóknara um að fella málið gegn henni niður. Garðar Steinn segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi nú fengið að sjá úrskurð héraðssaksóknara og þar komi fram að Alda Hrönn hafi brotið lögreglulög og reglur sem gilda um rannsókn sakamála.Alda Hrönn Jóhannsdóttir.„Ákvörðun um að ákæra Öldu Hrönn ekki var rökstudd á þeim grundvelli að erfitt væri að sanna hvaða hugarástand bjó að baki þegar Alda Hrönn framdi lögbrot sitt, þ.e. hvort um væri að ræða ásetning eða gáleysi. Þannig taldi settur héraðssaksóknari ekki víst hvort brot Öldu Hrannar væru refsiverð samkvæmt hegningarlögum, en til þess þyrfti að sanna ásetning eða stórfellt gáleysi,“ segir í yfirlýsingu Garðars Steins. „Afleiðing af lögbrotum Öldu Hrannar var stórfellt tjón á æru, starfsheiðri og sálarlífi þriggja manna sem aldrei var nein skynsamleg ástæða til að telja seka um þær fjarstæðukenndar ávirðingar sem hún bar á þá,“ segir Garðar Steinn. Áfellisdómur um yfirstjórn lögreglu Hann segir að samkvæmt úrskurði héraðssaksóknara virðist svo vera að Alda Hrönn hafi sloppið við refsingu á þeim grundvelli að ekki sé hægt að útiloka að hún hafi framið lögbrot sín og vegið að mannorði manna í gáleysi. „Og valdið því skelfilega tjón sem hún gerði vegna vanþekkingar á lögum og almennri óhæfu til lögreglustarfa,“ segir Garðar. Hann segir málið vera áfellisdóm um yfirstjórn lögreglunnar, að saksóknari telji ekki hægt að ganga út frá því að æðstu yfirmenn lögreglu kunni ekki lög sem gilda um störf þeirra og séu færir um að fylgja þeim. „Við erum að meta hvort skjóta skuli þessu til setts ríkissaksóknara. Þá er sjálfsagt að ráðherra taki það til skoðunar hvort Alda Hrönn verði áminnt fyrir brot á lögum, reglum og starfsskyldum, sem og hvort hún getur áfram sinnt störfum hjá lögreglu,“ segir Garðar og bætir við að lokum: „Óháð refsikröfu liggur fyrir að Alda Hrönn virðist hafa staðið skelfilega að málum við rannsókn sína. Jafnvel þó hún geti vikið sér undan refsiábyrgð með að bera fyrir sig þekkingarleysi og gáleysi, þá er ljóst að slík völd sem hún hefur haft mega ekki vera í höndum fólks sem lætur sér lög og reglur í léttu rúmi liggja.“
Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Fleiri fréttir Ummæli föður merki um heiðursofbeldi: Sagði í lagi ef sonur sinn myndi myrða dóttur sína Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Sjá meira
Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57