„Óbreytt ástand í flugstöðvarmálum er óviðunandi og því þarf að bregðast við með bættri aðstöðu svo að innanlandsflug geti dafnað,“ segir í ályktun bæjarráðs Ísafjarðar í kjölfar umræðna í ráðinu um áform Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um byggingu flugstöðvar í Vatnsmýri.
„Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar áformum samgönguráðherra um byggingu flugstöðvar í Vatnsmýri. Ljóst er að núverandi flugvöllur mun standa þarna næstu árin,“ segir í ályktuninni.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)