Kári: Nú er bara að vinna Króata Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 22:25 Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. „Mér er létt. Þetta var mjög erfiður leikur og við vissum það fyrirfram," sagði Kári í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn ytra í kvöld. „Við vissum að við urðum að vinna þennan leik hér í kvöld til þess að vera í einhverju stríði að vinna riðlinn. Ég var mjög ánægður að ná að klára þetta." „Mér fannst við ekki byrja leikinn nægilega vel, en við komumst svo inn í hann og skoruðum tvö góð mörk. Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn." „Síðan byrjum við síðari hálfleikinn aftur illa og við hleypum þeim inn í leikinn á frekar slæman hátt. Þeir fá nokkur færi á undan, eru rangstæðir og við vorum að bjóða hættunni heim með að vera með allt niðrum okkur þarna." Hvorki Kári né samherji hans í miðri vörninni, Ragnar Sigurðsson, hafa verið að spila mikið að undanförnu, en Kári segir að hann og Ragnar hafi spilað það oft saman að það skipti ekki ölllu. „Við náðum að halda út og það var eina sem skiptir máli. Ég og Raggi erum orðnir mjög vanir að spila saman. Það er allt mjög þægilegt á milli okkar." „Það sem gerist þegar þú ert ekki í nægilega góðu leikformi þá ertu lengur að taka ákvarðanir. Það vottaði fyrir því í leiknum hjá okkur, en þetta er oftast bara lítil atriði sem koma ekki að sök." Ísland lenti i smá erfiðleikum með Atdhe Nuhiu, en Kári hafði spilað við hann áður í ensku B-deildinni. Hann segir hann erfiðan viðureignar. „Ég hef spilað við hann áður í ensku deildinni. Hann er mjög erfiður viðureignar og það er spurning hvort við leggjum þetta upp öðruvísi næst þegar við spilum á móti honum. Það er erfitt að eiga við svona stóra og sterka stráka og fórna einum úr öftustu línu til þess að eiga við hann." Mark Kósóvó kom snemma í síðari hálfleik og Kári rifjaði það aðeins upp fyrir okkur hvernig það kom fyrir hans sjónir í vörninni. „Við erum að verjast fyrirgjöfum endalaust og náum að hreinsa tvisvar held ég, en svo berst boltinn aftur út. Við náum ekki að setja pressu á fyrirgjöfina og stóri strákurinn festir sig á Ara. Góð fyrirgjöf og vel klárað." „Þetta var bara erfiður leikur. Það er langt síðan við spiluðum saman og það vottaði fyrir því. Einnig vorum við með einhverja fjarri góðu gamni og þetta er hörkulið. Lið eiga eftir að tapa stigum hér og það er alveg ljóst. Við vörðumst ágætlega, en það er verst að halda ekki hreinu." „Nú er bara að vinna Króatana heima í sumar," sagði Kári kokhraustur að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira
Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. „Mér er létt. Þetta var mjög erfiður leikur og við vissum það fyrirfram," sagði Kári í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn ytra í kvöld. „Við vissum að við urðum að vinna þennan leik hér í kvöld til þess að vera í einhverju stríði að vinna riðlinn. Ég var mjög ánægður að ná að klára þetta." „Mér fannst við ekki byrja leikinn nægilega vel, en við komumst svo inn í hann og skoruðum tvö góð mörk. Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn." „Síðan byrjum við síðari hálfleikinn aftur illa og við hleypum þeim inn í leikinn á frekar slæman hátt. Þeir fá nokkur færi á undan, eru rangstæðir og við vorum að bjóða hættunni heim með að vera með allt niðrum okkur þarna." Hvorki Kári né samherji hans í miðri vörninni, Ragnar Sigurðsson, hafa verið að spila mikið að undanförnu, en Kári segir að hann og Ragnar hafi spilað það oft saman að það skipti ekki ölllu. „Við náðum að halda út og það var eina sem skiptir máli. Ég og Raggi erum orðnir mjög vanir að spila saman. Það er allt mjög þægilegt á milli okkar." „Það sem gerist þegar þú ert ekki í nægilega góðu leikformi þá ertu lengur að taka ákvarðanir. Það vottaði fyrir því í leiknum hjá okkur, en þetta er oftast bara lítil atriði sem koma ekki að sök." Ísland lenti i smá erfiðleikum með Atdhe Nuhiu, en Kári hafði spilað við hann áður í ensku B-deildinni. Hann segir hann erfiðan viðureignar. „Ég hef spilað við hann áður í ensku deildinni. Hann er mjög erfiður viðureignar og það er spurning hvort við leggjum þetta upp öðruvísi næst þegar við spilum á móti honum. Það er erfitt að eiga við svona stóra og sterka stráka og fórna einum úr öftustu línu til þess að eiga við hann." Mark Kósóvó kom snemma í síðari hálfleik og Kári rifjaði það aðeins upp fyrir okkur hvernig það kom fyrir hans sjónir í vörninni. „Við erum að verjast fyrirgjöfum endalaust og náum að hreinsa tvisvar held ég, en svo berst boltinn aftur út. Við náum ekki að setja pressu á fyrirgjöfina og stóri strákurinn festir sig á Ara. Góð fyrirgjöf og vel klárað." „Þetta var bara erfiður leikur. Það er langt síðan við spiluðum saman og það vottaði fyrir því. Einnig vorum við með einhverja fjarri góðu gamni og þetta er hörkulið. Lið eiga eftir að tapa stigum hér og það er alveg ljóst. Við vörðumst ágætlega, en það er verst að halda ekki hreinu." „Nú er bara að vinna Króatana heima í sumar," sagði Kári kokhraustur að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira
Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08