Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. mars 2017 17:00 Lewis Hamilton sýndi að hann og Mercedes liðið unnu heimavinnuna sína í vetur. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton hafði rúmlega hálfa sekúndu í forskot á restina af ökumönnunum. Hamilton og Bottas notuðu mýkstu dekkjagerðina sem er últra-mjúk þessa helgina. Aðrir settu sína hröðustu tíma almennt á ofur-mjúku dekkjunum sem eru ögn hægari. Munurinn er því ekki alveg eins gapandi og við fyrstu sín. Heimamaðurinn, Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji á fyrri æfingunni. tveimur þriðju úr sekúndu hægari en Hamilton. Jolyon Palmer á Renault var mikið í bílskúrnum á fyrri æfingunni. Gírkassinn var að valda vandræðum. Lukka breska ökumannsins breyttist lítið á seinni æfingunni.Sebastian Vettel og Ferrari klæjar eflaust í kollvikin yfir hraða Mercedes liðsins.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel skipti Mercedes ökumönnunum í tvennt. Hamilton fljótastur og Bottas þriðji. Kimi Raikkonen var fjórði á Ferrari. Þar á eftir komu Red Bull ökumennirnir. Tími Hamilton á seinni æfingunni; 1.23:620 er innan við einum tíunda úr sekúndu hægari en besti tíminn á Albert Park brautinni. Vettel á besta tímann síðan 2011. Það er met sem verður að öllum líkindum slegið í tímatökunni á morgun, að því gefnu að það verðu þurrt. Romain Grosjean varð áttundi á Haas bílnum á seinni æfingunni líkt og þeirri fyrri. Palmer missti stjórn á bílnum í síðustu beygjunni fyrir ráskaflann og skall á varnarvegg. Æfingin var stöðvuð tímabundið á meðan brautin var hreinsuð. Max Verstappen tók upp á því að slá grasið í kringum brautina og skemmdi gólfið í bílnum með garðyrkjustörfunum. Hann þurfti því að vera í bílskúr Red Bull liðsins lengi og tókst ekki að fara nema átta hringi. Fernando Alonso á McLaren veitti stuðningsmönum liðsins smá vonarglætu með því að ná 12. besta tímanum og hann ók 19 hringi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið og keppnin verður í beinni útsendingu frá klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem finna má öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir. 24. mars 2017 08:30 Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton hafði rúmlega hálfa sekúndu í forskot á restina af ökumönnunum. Hamilton og Bottas notuðu mýkstu dekkjagerðina sem er últra-mjúk þessa helgina. Aðrir settu sína hröðustu tíma almennt á ofur-mjúku dekkjunum sem eru ögn hægari. Munurinn er því ekki alveg eins gapandi og við fyrstu sín. Heimamaðurinn, Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji á fyrri æfingunni. tveimur þriðju úr sekúndu hægari en Hamilton. Jolyon Palmer á Renault var mikið í bílskúrnum á fyrri æfingunni. Gírkassinn var að valda vandræðum. Lukka breska ökumannsins breyttist lítið á seinni æfingunni.Sebastian Vettel og Ferrari klæjar eflaust í kollvikin yfir hraða Mercedes liðsins.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel skipti Mercedes ökumönnunum í tvennt. Hamilton fljótastur og Bottas þriðji. Kimi Raikkonen var fjórði á Ferrari. Þar á eftir komu Red Bull ökumennirnir. Tími Hamilton á seinni æfingunni; 1.23:620 er innan við einum tíunda úr sekúndu hægari en besti tíminn á Albert Park brautinni. Vettel á besta tímann síðan 2011. Það er met sem verður að öllum líkindum slegið í tímatökunni á morgun, að því gefnu að það verðu þurrt. Romain Grosjean varð áttundi á Haas bílnum á seinni æfingunni líkt og þeirri fyrri. Palmer missti stjórn á bílnum í síðustu beygjunni fyrir ráskaflann og skall á varnarvegg. Æfingin var stöðvuð tímabundið á meðan brautin var hreinsuð. Max Verstappen tók upp á því að slá grasið í kringum brautina og skemmdi gólfið í bílnum með garðyrkjustörfunum. Hann þurfti því að vera í bílskúr Red Bull liðsins lengi og tókst ekki að fara nema átta hringi. Fernando Alonso á McLaren veitti stuðningsmönum liðsins smá vonarglætu með því að ná 12. besta tímanum og hann ók 19 hringi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið og keppnin verður í beinni útsendingu frá klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem finna má öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir. 24. mars 2017 08:30 Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00
Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir. 24. mars 2017 08:30
Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00