Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2017 19:15 Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða Hamborgar og strax í gærkvöldi streymdu þeir út á götur borgarinnar undir slagorðinu Velkomin til helvítis. Til nokkurra átaka kom í gærkvöldi og í dag þegar eldar voru kveiktir á götum úti og nokkrir bílar voru brenndir. Lögregla hefur fengið liðsstyrk víðs vegar að í Þýskalandi og Austurríki og notaði meðal annars kröftugar vatsbyssur til að dreifa mótmælendum sem höfðu lokað götum með því að setjast þvert yfir þær til að reyna að trufla leiðtogafundinn sem stendur yfir í dag og á morgun. Lögreglustjórinn í Hamborg sagði síðdegis að um 160 manns hefðu særst í átökum lögreglu og mótmælenda og um 60 hefðu verið handteknir og mætti búast við að þessar tölur hækkuðu. Leiðtogar 19 helstu iðríkja heims sitja fundinn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins og tóku þeir að streyma að fundarstaðnum í morgun. Angela Merkel kanslari Þýsklanads er í hlutverki gestgjafans og heilsaði hverjum og einum við komuna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði einslega með nokkrum leiðtogum en mest var spennan fyrir fundi hans og Vladimir Putins síðdegis.Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín en um fátt hefur verið meira rætt í Bandaríkjunum en meint tengsl forsetaframboðs þess fyrrnefnda við Rússa.Vísir/AFPMerkel segir verkefnin ögrandi og augljósNú þegar einungis eru tveir mánuðir til þingkosninga í Þýskalandi má Merkel ekki við því að sýnast gefa eftir í samskiptum við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún getur heldur ekki hætt á að breikka gjána milli Evrópu og Bandaríkjanna. En leiðtogar ríkjanna reyna að fá Trump til að skuldbinda Bandaríkin á ný við Parísar samkomulagið í loftlagsmálum. „Við þekkjum öll þau ögrandi verkefni sem blasa við í heiminum og við vitum að tíminn er naumur. Þess vegna er oft aðeins hægt að finna lausnir með málamiðlunum. Ef við nálgumst hvort annað, og ég undirstrika þetta, án þess að láta hafa of mikil áhrif á okkur,“ sagði Merkel í upphafi leiðtogafundarins. Kanslarinn sagði umheimin vænta árangurs af fundi leiðtoganna. En mörg málanna sem liggja fyrir fundinum eru eldfim, sérstaklega umhverfismálin eftir að Trump dró Bandaríkin út úr nýgerðu Parísar samkomulagi um aðgerðir í loftlagsmálum, þar sem flestir leiðtoganna reyna að þrýsta á Donald Trump að skipta um stefnu. „Í þessu samhengi höfum við Þjóðverjar reynt að einblína á efnahags- og viðskiptamálin en einnig á loftlagsbreytingarnar og stefnuna í orkumálum,“ sagði Merkel.Trump ánægður með fund sinn með Putin Trump og Putin hafa áður ræðst við í síma eftir að Trump tók við forsetaembættinu í janúar en þeir hittust í fyrsta skipti í dag. Ríkin hafa greint á um stefnu Rússa gagnvart Sýrlandi og Íran, innlimun Rússa á Krímskaga og hernaðarleg afskipti þeirra í austurhluta Úkraínu og svo er eldfimasta málið ef til vill meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Vel fór á með forsetunum í upphafi fundar og sagði Trump að það væri ánægjulegt að hitta Putin. „Putin forseti og ég höfum rætt ýmislegt og ég tel að það gangi allt vel. Við höfum átt mjög svo góðar samræður. Við munum ræða saman núna og augljóslega munu þær viðræður síðan halda áfram. En okkur hlakkar til að margt jákvætt gerist., fyrir Rússland, Bandaríkn og alla sem málin snerta. Og það er heiður að vera hér með þér, þakka þér fyrir,“ sagði Trump í ipphafi fundar forsetanna og tók innilega í hönd Putins án þess að reyna í þetta skipti að kippa hönd hans að sér eins og hann hefur oft gert þegar hann heilsar fólki. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða Hamborgar og strax í gærkvöldi streymdu þeir út á götur borgarinnar undir slagorðinu Velkomin til helvítis. Til nokkurra átaka kom í gærkvöldi og í dag þegar eldar voru kveiktir á götum úti og nokkrir bílar voru brenndir. Lögregla hefur fengið liðsstyrk víðs vegar að í Þýskalandi og Austurríki og notaði meðal annars kröftugar vatsbyssur til að dreifa mótmælendum sem höfðu lokað götum með því að setjast þvert yfir þær til að reyna að trufla leiðtogafundinn sem stendur yfir í dag og á morgun. Lögreglustjórinn í Hamborg sagði síðdegis að um 160 manns hefðu særst í átökum lögreglu og mótmælenda og um 60 hefðu verið handteknir og mætti búast við að þessar tölur hækkuðu. Leiðtogar 19 helstu iðríkja heims sitja fundinn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins og tóku þeir að streyma að fundarstaðnum í morgun. Angela Merkel kanslari Þýsklanads er í hlutverki gestgjafans og heilsaði hverjum og einum við komuna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði einslega með nokkrum leiðtogum en mest var spennan fyrir fundi hans og Vladimir Putins síðdegis.Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín en um fátt hefur verið meira rætt í Bandaríkjunum en meint tengsl forsetaframboðs þess fyrrnefnda við Rússa.Vísir/AFPMerkel segir verkefnin ögrandi og augljósNú þegar einungis eru tveir mánuðir til þingkosninga í Þýskalandi má Merkel ekki við því að sýnast gefa eftir í samskiptum við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún getur heldur ekki hætt á að breikka gjána milli Evrópu og Bandaríkjanna. En leiðtogar ríkjanna reyna að fá Trump til að skuldbinda Bandaríkin á ný við Parísar samkomulagið í loftlagsmálum. „Við þekkjum öll þau ögrandi verkefni sem blasa við í heiminum og við vitum að tíminn er naumur. Þess vegna er oft aðeins hægt að finna lausnir með málamiðlunum. Ef við nálgumst hvort annað, og ég undirstrika þetta, án þess að láta hafa of mikil áhrif á okkur,“ sagði Merkel í upphafi leiðtogafundarins. Kanslarinn sagði umheimin vænta árangurs af fundi leiðtoganna. En mörg málanna sem liggja fyrir fundinum eru eldfim, sérstaklega umhverfismálin eftir að Trump dró Bandaríkin út úr nýgerðu Parísar samkomulagi um aðgerðir í loftlagsmálum, þar sem flestir leiðtoganna reyna að þrýsta á Donald Trump að skipta um stefnu. „Í þessu samhengi höfum við Þjóðverjar reynt að einblína á efnahags- og viðskiptamálin en einnig á loftlagsbreytingarnar og stefnuna í orkumálum,“ sagði Merkel.Trump ánægður með fund sinn með Putin Trump og Putin hafa áður ræðst við í síma eftir að Trump tók við forsetaembættinu í janúar en þeir hittust í fyrsta skipti í dag. Ríkin hafa greint á um stefnu Rússa gagnvart Sýrlandi og Íran, innlimun Rússa á Krímskaga og hernaðarleg afskipti þeirra í austurhluta Úkraínu og svo er eldfimasta málið ef til vill meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Vel fór á með forsetunum í upphafi fundar og sagði Trump að það væri ánægjulegt að hitta Putin. „Putin forseti og ég höfum rætt ýmislegt og ég tel að það gangi allt vel. Við höfum átt mjög svo góðar samræður. Við munum ræða saman núna og augljóslega munu þær viðræður síðan halda áfram. En okkur hlakkar til að margt jákvætt gerist., fyrir Rússland, Bandaríkn og alla sem málin snerta. Og það er heiður að vera hér með þér, þakka þér fyrir,“ sagði Trump í ipphafi fundar forsetanna og tók innilega í hönd Putins án þess að reyna í þetta skipti að kippa hönd hans að sér eins og hann hefur oft gert þegar hann heilsar fólki.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira