Innlent

Framsókn fundar á Hótel Sögu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölmennt er á fundinum.
Fjölmennt er á fundinum. Vísir/Anton
Miðstjórnar Framsóknarflokksins fundar nú á Hótel Sögu í Reykjavík. Efni fundarins er kynning og atkvæðagreiðsla á stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins, VG og Sjálfstæðisflokksins.

Fjölmennt er á fundinum en ekki er gert ráð fyrir öðru en að miðstjórnin muni samþykkja stjórnarsáttmálann. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti sáttmálann einróma síðdegis en flokksráð VG fundar nú um sáttmálann.

Flokkstofnanir flokkanna þriggja sem munu mynda fyrirhugaða ríkisstjórn þurfa allar að samþykkja sáttmálann sem liggur fyrir.

Á morgun er gert ráð fyrir að þingflokkarnir þrír fundi en stefnt er að því að ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur taki formlega við völdum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×