Innlent

Flokksráð VG fundar um stjórnarsáttmálann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Katrín Jakobsdóttir mun kynna stjórnarsáttmálann fyrir flokksmönnum.
Katrín Jakobsdóttir mun kynna stjórnarsáttmálann fyrir flokksmönnum. Vísir/Stefán
Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fer nú fram á Grand Hótel í Reykjavík. Þar verður stjórnarsáttmáli fyrirhugaðar ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins borinn upp til samþykktar.

Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, munu segja frá stjórnarmyndunarviðræðunum og kynna ríkisstjórnarsáttmálann sem fyrir liggur. Þá munu þær einnig greina frá fyrstu skrefum fyrirhugaðar ríkisstjórnar.

Eftir kynninguna munu verða haldnar umræður um sáttmálann og greidd atkvæði um hann. Alls eru 160 meðlimir flokksráðs flokksins skráðir á fundinn og er salurinn þéttsetinn.

Flokkstofnanir flokkanna þriggja sem munu mynda fyrirhugaða ríkisstjórn þurfa allar að samþykkja sáttmálann sem liggur fyrir. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar nú í Valhöll en miðstjórn Framsóknarflokksins mun funda síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×