Innlent

Drekkið það sem úti frýs

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Frosin vatnskörin voru óárennileg fyrir hrossin.
Frosin vatnskörin voru óárennileg fyrir hrossin. vísir/vilhelm
Hross í útigöngu á afgirtu túni við Rafnkelsstaðaveg í Garðinum á Suðurnesjum virðast ekki hafa átt sjö dagana sæla á löngum frostakafla sem loks sér fyrir endann á. Vatn sem hestunum var ætlað hafði verið frosið um nokkra hríð svo að skepnurnar gátu lítið annað gert til að slökkva þorstann en að éta snjó.

Íbúa í Garðinum rann staðan til rifja og úr málunum rættist eftir að haft var samband við dýraeftirlitsmann sem mætti á staðinn og kynnti sér aðstæður. Um kvöldið þann dag hafði ísinn loks verið fjarlægður úr körunum og þau hreinsuð af hrossataði áður en fersku vatni var bætt við. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×