Dagur vill að ný ríkisstjórn skyldi sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2017 13:08 Dagur segir það fullkomlega réttlætanlegt að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna kostnaðar borgarinnar við að tryggja íbúum þeirra húsaskjól. Vísir/anton Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, spyr hvort ný ríkisstjórn þurfi hugsanlega að skylda sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum. Þetta segir Dagur í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir það vera þjóðarskömm að fólk þurfi gegn vilja sínum að hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna húsnæðisvanda. Borgarstjóri segir að margir þeirra sem hafast við á tjaldsvæðinu séu úr nágrannasveitarfélögum eða af landsbyggðinni. Fullkomlega réttlætanlegt sé að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna þess kostnaðar sem leggst á borgina við að tryggja þeim íbúum húsaskjól. Dagur segir að mikill húsnæðisvandi fólks hafi verið ljós frá því sumar og hafi borgin ákveðið að bregðast við stöðunni á undanförnum vikum með því að kaupa fjölda íbúða. Þá sé jafnframt verið að útbúa nokkurs konar neyðarhúsnæði í Víðinesi fyrir þá Reykjavíkinga sem hafa ekki í önnur hús að venda. Alls séu um 144 íbúðir að ræða sem verið sé að standsetja. Könnun borgarstarfsmanna hafi hins vegar leitt í ljós að umtalsverður hluti íbúa tjaldsvæðisins í Laugardalsé úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og af landsbyggðinni sökum þess að þar hafi ekki verið húsnæði að fá. Auk þess sé tjaldsvæðum sums staðar lokað yfir vetrartímann.Vonast til að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála„Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir viðmælendur fjölmiðla í Laugardalnum undanfarna daga eru úr öðrum sveitarfélögum. Ég vil taka fram að ég tel að borgin beri ákveðin siðferðileg skylda til að líta líka til þessa fólks varðandi neyðarlausnir á þeirra vanda, samhliða því að við tryggjum Reykjavíkingum öruggt húsaskjól. En frumskyldan hlýtur að liggja heimafyrir og mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt að velferðarsvið borgarinnar sendi viðkomandi sveitarfélögum reikninginn. Reykjavík leggur allt kapp á að glíma við húsnæðisvandann og auka framboð félagslegs húsnæðis og húsnæðis á viðráðanlegu verði (auk þeirra bráðaráðstafana sem ég vísaði áður til). En það er jafnljóst að önnur sveitarfélög verða að standa sig betur. Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrúlega lítið talað um þá staðreynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um húsnæðismál og húsnæðisvanda fólks er það fyrst og fremst í Reykjavík sem unnið er að því að fjölga félagsleigum íbúðum, leiguíbúðum fyrir fólk með lítil efni, stúdentaíbúðum og íbúðum fyrir aldraða. Fyrir er Reykjavík með lang hæst hlutfall slíkra íbúða. Fjölmörg sveitarfélög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætlanir um að fjölga þeim. Ég spyr: Þarf ný ríkisstjórn hugsanlega að leiða skyldu sveitarfélaga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að munurinn á milli Reykjavíkur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því þau eru og verða eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna,“ segir Dagur.Sjá má færslu borgarstjóra að neðan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fleiri fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, spyr hvort ný ríkisstjórn þurfi hugsanlega að skylda sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum. Þetta segir Dagur í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir það vera þjóðarskömm að fólk þurfi gegn vilja sínum að hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna húsnæðisvanda. Borgarstjóri segir að margir þeirra sem hafast við á tjaldsvæðinu séu úr nágrannasveitarfélögum eða af landsbyggðinni. Fullkomlega réttlætanlegt sé að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna þess kostnaðar sem leggst á borgina við að tryggja þeim íbúum húsaskjól. Dagur segir að mikill húsnæðisvandi fólks hafi verið ljós frá því sumar og hafi borgin ákveðið að bregðast við stöðunni á undanförnum vikum með því að kaupa fjölda íbúða. Þá sé jafnframt verið að útbúa nokkurs konar neyðarhúsnæði í Víðinesi fyrir þá Reykjavíkinga sem hafa ekki í önnur hús að venda. Alls séu um 144 íbúðir að ræða sem verið sé að standsetja. Könnun borgarstarfsmanna hafi hins vegar leitt í ljós að umtalsverður hluti íbúa tjaldsvæðisins í Laugardalsé úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og af landsbyggðinni sökum þess að þar hafi ekki verið húsnæði að fá. Auk þess sé tjaldsvæðum sums staðar lokað yfir vetrartímann.Vonast til að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála„Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir viðmælendur fjölmiðla í Laugardalnum undanfarna daga eru úr öðrum sveitarfélögum. Ég vil taka fram að ég tel að borgin beri ákveðin siðferðileg skylda til að líta líka til þessa fólks varðandi neyðarlausnir á þeirra vanda, samhliða því að við tryggjum Reykjavíkingum öruggt húsaskjól. En frumskyldan hlýtur að liggja heimafyrir og mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt að velferðarsvið borgarinnar sendi viðkomandi sveitarfélögum reikninginn. Reykjavík leggur allt kapp á að glíma við húsnæðisvandann og auka framboð félagslegs húsnæðis og húsnæðis á viðráðanlegu verði (auk þeirra bráðaráðstafana sem ég vísaði áður til). En það er jafnljóst að önnur sveitarfélög verða að standa sig betur. Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrúlega lítið talað um þá staðreynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um húsnæðismál og húsnæðisvanda fólks er það fyrst og fremst í Reykjavík sem unnið er að því að fjölga félagsleigum íbúðum, leiguíbúðum fyrir fólk með lítil efni, stúdentaíbúðum og íbúðum fyrir aldraða. Fyrir er Reykjavík með lang hæst hlutfall slíkra íbúða. Fjölmörg sveitarfélög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætlanir um að fjölga þeim. Ég spyr: Þarf ný ríkisstjórn hugsanlega að leiða skyldu sveitarfélaga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að munurinn á milli Reykjavíkur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því þau eru og verða eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna,“ segir Dagur.Sjá má færslu borgarstjóra að neðan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fleiri fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Sjá meira