Erlent

Skotárás í Orlando í Flórída

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty
Nokkrir létust í skotárás á vinnustað í Orlando í Flórída í morgun, að því er fram kemur á vef BBC. Ekki hefur komið fram nákvæm tala látinna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni átti skotárásin sér stað í austurhluta borgarinnar í morgun. Lögreglan segir að vettvangur árásarinnar hafi verið skorðaður af og virðist skotárásin ekki enn vera í gangi. Skotárásin átti sér stað í iðnaðarhverfi í borginni.

Samkvæmt upplýsingum Reuters fréttaveitunnar létust fimm manns í árásinni, þar með talið árásarmaðurinn og tók hann eigið líf. Lögreglan telur sig vita deili á manninum. 

Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, sendi frá sér tilkynningu þar sem hann fordæmir „skilningslaus ofbeldisverk“ líkt og þessi. Sagði jafnframt í tilkynningunni að Orlando búar hefðu mátt þola margt síðasta árið.

Í dag er einungis vika í að ár sé liðið frá því að mannskæð skotárás átti sér stað á skemmtistað samkynhneigðra í borginni þar sem 49 manns létust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×