Erlent

Tugir látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárásir

Anton Egilsson skrifar
Frá Homs. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Homs. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 32 eru látnir og 24 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárásir í borginni Homs í Sýrlandi. Árásinni var beint að öryggissveitum í borginni en hún var gerð við höfuðstöðvar hers­ins.

Samkvæmt heimildum CNN eiga sex árásarmenn að hafa sprengt sig í loft upp með áðurnefndum afleiðingum. Talið er að meðal þeirra látnu sé Hassan Daaboul, yfirmaður leyniþjónustu hersins í borginni.

Hryðjuverkasamtökin Tahrir al-Sham hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×