Erlent

Demókratar velja sér formann í dag

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Keith Ellison mótmælir Trump í Washington fyrr í mánuðnum.
Keith Ellison mótmælir Trump í Washington fyrr í mánuðnum. vísir/getty
Demókratar munu kjósa sér nýjan flokksformann í dag. Núverandi formaður Demókrata, Donna Brazile, mun láta af störfum sem formaður flokksins en hún tók tímabundið við af Debbie Wasserman Schultz sem sagði skyndilega af sér síðasta sumar. Kosningin fer fram á flokksfundi í Atlanta.

Ljóst er að valið stendur á milli þeirra Keith Ellison og Tom Perez en aðrir frambjóðendur eru ekki taldir líklegir til þess að ná flugi.    

Tom Perez.vísir/getty
Ellison er þingmaður en Perez var ráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama. Baráttan þeirra á milli hefur verið hörð í aðdraganda kosninganna og samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hefur hún komið upp um sundrung sem talin er ríkja innan flokksins.

Demókratar hafa mátt sín lítils undanfarna mánuði eftir tap Hillary Clinton í kjöri og vonast nú til þess að nýr leiðtogi geti styrkt stöðu flokksins.

Til þess að ná kjöri þarf meirihluta atkvæða og því mun önnur umferð fara fram ef engum frambjóðanda tekst að ná tilteknum fjölda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×