Erlent

Bandarísk stjórnvöld krefjast framsals á fyrrum varaforseta Gvatemala

Anton Egilsson skrifar
Roxana Baldetti er fyrrum varaforseti Gvatemala.
Roxana Baldetti er fyrrum varaforseti Gvatemala. Vísir/AFP
Bandarísk stjórnvöld munu krefjast framsals á Roxana Baldetti, fyrrum varaforseta Gvatamala, og Hector Mauricio Lopez Bonilla, fyrrum innanríkisráðherra Gvatamele, vegna umfangsmikilla eiturlyfjaviðskipta. Washington Post greinir frá.

Þessi fyrirætlan bandarískra stjórnvalda kemur fram í yfirlýsingu sem bandaríska sendiráðið í Gvatemala sendi frá sér í gær.

Þeim Baldetti og Lopez Bonilla er báðum gefið að sök að hafa lagt á ráðin um sölu og dreifingu á kókaíni, vitandi það að fíkniefnin yrðu innflutt til Bandaríkjanna.

Baldetti var hægri hönd Otto Pérez Molina, fyrrum forseta Gvatemala, en þau sögðu bæði af sér embætti árið 2015. Þá voru þau bæði ákærð fyrir að hafa stundað svik og þegið háar mútufjárhæðir. Baldetti hefur þó ekki verið ákærð vegna fíkniefnaviðskipta í heimalandinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×