Erlent

Keyrði inn í hóp af fólki og var skotinn af lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Ástæða árásarinnar er óljós, en lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki og ekki leikur grunur á að um hryðjuverk sé að ræða.
Ástæða árásarinnar er óljós, en lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki og ekki leikur grunur á að um hryðjuverk sé að ræða. Vísir/AFP
Uppfært 21:40

Einn er látinn og tveir eru særðir eftir að maður ók bíl inn í hóp af fólki í Heidelberg í Þýskalandi. Maðurinn var svo skotinn af lögreglu eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi. Samkvæmt frétt BBC er árásarmaðurinn á lífi, en hann var sagður vera með hníf. Meiðsl árásarmannsins eru sögð vera alvarleg.

Maðurinn sem lét lífið var 73 ára gamall sem lést á sjúkrahúsi.

Ástæða árásarinnar er óljós, en lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki og ekki leikur grunur á að um hryðjuverk sé að ræða. Samkvæmt frétt BBC segja héraðsmiðlar í Þýskalandi að maðurinn eigi við geðræna vanda að stríða, en lögreglan hefur ekki staðfest það. Lögreglan hefur tekið fram að maðurinn sé ekki innflytjandi.

Tólf manns létu lífið og rúmlega 50 slösuðust þegar maður ók flutningabíl inn á jólamarkað í Berlín í desember. Þá var flutningabíl einnig ekið inn í þvögu af fólki í Nice í Frakklandi síðasta sumar. 87 létu lífið, að árásarmanninum meðtöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×