Erlent

Norður-Kórea hótar vikulegum flugskeytatilraunum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Spennan heldur áfram að magnast á Kóreuskaganum.
Spennan heldur áfram að magnast á Kóreuskaganum. Vísir/Getty
Norður-Kórea hyggst halda áfram að þróa flugskeyti og skjóta þeim á loft í tilraunaskyni, þrátt fyrir fordæmingu alþjóðasamfélagsins og aukna spennu á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna.

Þetta segir aðstoðarutanríkisráðherra landsins Hang Song-Ryol í samtali við BBC.

Við munum halda áfram flugskeytatilraunum okkar í hverri viku, hverjum mánuði og hverju ári.

Song-Ryol sagði jafnframt að ef Bandaríkin myndu beita sér hernaðarlega með nokkrum hætti gegn Norður-Kóreu, myndi það þýða „allsherjarstríð.“

Ummæli ráðherrans koma í kjölfar þess að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í opinberri heimsókn sinni til Suður-Kóreu í dag, að þolinmæði Bandaríkjanna gagnvart Norður-Kóreu „væri á þrotum.“

Song-Ryol segir að með flugskeytatilraunum sínum séu Norður-Kóreumenn að „verjast þeirri ógn sem stafar af bandaríska hernum.“ Það séu Bandaríkin sem ógni tilvist Norður-Kóreu, en ekki öfugt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×