Aubameyang var á skotskónum þegar Dortmund gerði 4-4 jafntefli við Schalke á heimavelli. Gaboninn fékk einnig að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik.
Dortmund komst í 4-0 eftir 25 mínútna leik en kastaði sigrinum frá sér á síðasta hálftímanum.
Aubameyang hefur nú skorað 96 mörk fyrir Dortmund síðan hann kom til liðsins 2013.
Yeboah, sem er frá Gana, skoraði einnig 96 mörk fyrir Frankfurt og Hamburg á sínum tíma. Þeir Aubameyang eru langmarkahæstu Afríkumennirnir í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar.
Aubameyang hefur skorað 11 mörk á tímabilinu og er næstmarkahæstur í þýsku deildinni á eftir Robert Lewandowski hjá Bayern München sem hefur skorað 13 mörk.
96 - @Aubameyang7 (@BVB) scored 96 goals in the #Bundesliga and joins Anthony #Yeboah for the most of all African players. Top. #BVBS04 pic.twitter.com/LqXnUSJeZZ
— OptaFranz (@OptaFranz) November 25, 2017