Fótbolti

Aubameyang jafnaði met Yeboah

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði og fékk rautt gegn Schalke.
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði og fékk rautt gegn Schalke. vísir/getty
Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Borussia Dortmund, jafnaði í dag met Tonys Yeboah yfir flest mörk Afríkumanns í þýsku úrvalsdeildinni.

Aubameyang var á skotskónum þegar Dortmund gerði 4-4 jafntefli við Schalke á heimavelli. Gaboninn fékk einnig að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik.

Dortmund komst í 4-0 eftir 25 mínútna leik en kastaði sigrinum frá sér á síðasta hálftímanum.

Aubameyang hefur nú skorað 96 mörk fyrir Dortmund síðan hann kom til liðsins 2013.

Yeboah, sem er frá Gana, skoraði einnig 96 mörk fyrir Frankfurt og Hamburg á sínum tíma. Þeir Aubameyang eru langmarkahæstu Afríkumennirnir í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar.

Aubameyang hefur skorað 11 mörk á tímabilinu og er næstmarkahæstur í þýsku deildinni á eftir Robert Lewandowski hjá Bayern München sem hefur skorað 13 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×