Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Fimmtíu og níu kvótaflóttamenn koma hingað til lands í lok janúar frá flóttamannabúðum í Jórdaníu og Kenía. Fólkið mun að öllum líkindum búa í Fjarðarbyggð, á Vestfjörðum og í Mosfellsbæ en verið að ganga frá samningum við sveitarfélögin. Fjallað verður um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Einnig verður rætt við þolendur kynferðisofbeldis en mörg hundruð manns gengu fylktu liði um miðborg Reykjavíkur í dag til að mótmæla kynbundnu ofbeldi. Þá verður rætt við nýkjörinn formann Bjartrar framtíðar og fjallað um hryðjuverkaárásina í Egyptalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×