Jón Arnór: Þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 08:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/ÓskarÓ Jón Arnór Stefánsson á að baki langan atvinnumannaferil í bestu deildum Evrópu og hann hefur því oft mætt leikmönnum gríska landsliðsins sem mætir því íslenska í dag í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. „Þetta er fullbúið lið af rosalega reynslumiklum leikmönnum sem eru búnir að spila út um allar trissur. Þeir spila vel saman líklega eins og smurð vél. Þeir verða mjög erfiðir viðureignar,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. „Við byrjuðum á stórum leik í Berlín fyrir tveimur árum á móti heimaliðinu sem var stórt verkefni. Við þurfum að koma með sömu orku inn í þennan leik og við vorum með þá,“ segir Jón Arnór. Hann segir að upphaf leiksins muni ráða miklu. „Það skiptir miklu máli hvernig við byrjum leikinn því þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur og við þurfum að nýta okkur það plús orkuna úr stúkunni og þann meðbyr,“ segir Jón og hann hefur ekki áhyggjur af því að tilfinningarnar fari að trufla þá að sjá allan íslenska stuðningsmannahópinn í stúkunni. „Það mun nýtast okkur vel og við munum bara þrífast á því. Ég held að það sé svolítið mikilvægt að slá þá utan undir og vera fyrstir til þess. Við þurfum að fá þá til að pirrast aðeins upp og svo kemur að því í seinni hálfleik að þeir hugsa: Allt í lagi við þurfum að vera virðingu fyrir þeim. Þá þurfum við að vera klókir til þess að geta landað sigri,“ sagði Jón Arnór. Hann kannast vel við leikmenn gríska landsliðsins. „Ég hef spilað á móti mörgum þeirra og þá líður manni eins og maður þekki þá persónulega. Þegar maður spilar á móti þeim svona mörgum sinnum þá er maður farinn að heilsa þeim og svona. Ég hef ekki spilað með neinum í gríska liðinu og ég held að það sé eina liðið hér þar sem ég hef ekki spilað með neinum. Ég þekki þá langflesta og þetta er mjög vel mannað lið,“ sagði Jón Arnór. Hann sér þetta gríska lið nýta sér hraðaupphlaupin betur en mörg önnur grísk lið hafa gert á síðustu árum. „Þeir spila ágætlega hraðann leik og fara í hraðaupphlaup og svoleiðis. Í gegnum tíðina þegar þeir voru bestir þá voru þeir að nýta skotklukkuna mikið og voru að spila langar sóknir og það var oft lágt skor í leikjunum. Góðar varnir. Það einkenndi svolítið gríska boltann,“ sagði Jón Arnór en hvað með fjarveru Giannis Antetokounmpo? „Það er öðrvísi dínamík þegar hann er ekki með. Ég held að þeir séu samt ekkert slakari. Þeir eru með mjög snöggann leikstjórnanda, Calathes og þeir eru með góða og hæfileikaríka stráka sem geta klárað í hraðaupphlaupum. Ég er alveg vissum að þeir nýti sér það en grískur körfubolti í gegnum tíðina hefur verið hægari bolti,“ sagði Jón Arnór. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson á að baki langan atvinnumannaferil í bestu deildum Evrópu og hann hefur því oft mætt leikmönnum gríska landsliðsins sem mætir því íslenska í dag í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. „Þetta er fullbúið lið af rosalega reynslumiklum leikmönnum sem eru búnir að spila út um allar trissur. Þeir spila vel saman líklega eins og smurð vél. Þeir verða mjög erfiðir viðureignar,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. „Við byrjuðum á stórum leik í Berlín fyrir tveimur árum á móti heimaliðinu sem var stórt verkefni. Við þurfum að koma með sömu orku inn í þennan leik og við vorum með þá,“ segir Jón Arnór. Hann segir að upphaf leiksins muni ráða miklu. „Það skiptir miklu máli hvernig við byrjum leikinn því þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur og við þurfum að nýta okkur það plús orkuna úr stúkunni og þann meðbyr,“ segir Jón og hann hefur ekki áhyggjur af því að tilfinningarnar fari að trufla þá að sjá allan íslenska stuðningsmannahópinn í stúkunni. „Það mun nýtast okkur vel og við munum bara þrífast á því. Ég held að það sé svolítið mikilvægt að slá þá utan undir og vera fyrstir til þess. Við þurfum að fá þá til að pirrast aðeins upp og svo kemur að því í seinni hálfleik að þeir hugsa: Allt í lagi við þurfum að vera virðingu fyrir þeim. Þá þurfum við að vera klókir til þess að geta landað sigri,“ sagði Jón Arnór. Hann kannast vel við leikmenn gríska landsliðsins. „Ég hef spilað á móti mörgum þeirra og þá líður manni eins og maður þekki þá persónulega. Þegar maður spilar á móti þeim svona mörgum sinnum þá er maður farinn að heilsa þeim og svona. Ég hef ekki spilað með neinum í gríska liðinu og ég held að það sé eina liðið hér þar sem ég hef ekki spilað með neinum. Ég þekki þá langflesta og þetta er mjög vel mannað lið,“ sagði Jón Arnór. Hann sér þetta gríska lið nýta sér hraðaupphlaupin betur en mörg önnur grísk lið hafa gert á síðustu árum. „Þeir spila ágætlega hraðann leik og fara í hraðaupphlaup og svoleiðis. Í gegnum tíðina þegar þeir voru bestir þá voru þeir að nýta skotklukkuna mikið og voru að spila langar sóknir og það var oft lágt skor í leikjunum. Góðar varnir. Það einkenndi svolítið gríska boltann,“ sagði Jón Arnór en hvað með fjarveru Giannis Antetokounmpo? „Það er öðrvísi dínamík þegar hann er ekki með. Ég held að þeir séu samt ekkert slakari. Þeir eru með mjög snöggann leikstjórnanda, Calathes og þeir eru með góða og hæfileikaríka stráka sem geta klárað í hraðaupphlaupum. Ég er alveg vissum að þeir nýti sér það en grískur körfubolti í gegnum tíðina hefur verið hægari bolti,“ sagði Jón Arnór.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00
Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00
Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti