Tuttugu ár frá andláti Díönu: Prinsessa fólksins með hjarta úr gulli Sæunn Gísladóttir skrifar 31. ágúst 2017 06:00 Díana var verndari margra góðgerðarfélaga ,hér sést hún með skólabörnum árið 1997 nokkrum mánuðum áður en hún lést. Vísir/EPA Milljónir manna felldu tár út um allan heim þegar fregnir bárust af því að morgni 31. ágúst 1997 að Díana prinsessa í Bretlandi hefði farist í bílslysi í París. Díana hafði verið kölluð prinsessa fólksins. Hún var umdeild innan bresku konungsfjölskyldunnar og hafði skilið við eiginmann sinn Karl Bretaprins árið 1996. Hún naut þó mikillar almennrar hylli og lét fljótt mjög til síns taka í margvíslegri góðgerðarstarfsemi.Díana sem barn, hún ólst upp hjá föður sínum eftir skilnað foreldra sinna.Vísir/GettyÞegar Díana lét lífið var hún einungis 36 ára en hafði á stuttri ævi snert líf margra. ABC News greinir frá því að í sviðsljósinu hafi Díana þroskast frá því að vera tvítug ung kona í örmum Karls Bretaprins, eiginmanns síns, í að verða sjálfstæð kona sem tók djarfar tískuákvarðanir fram til dauðadags þann 31. ágúst 1997. Hún var mikil tískufyrirmynd eins og má lesa frekar um hér. BBC greinir frá því að fregnir af andláti Díönu hafi valdið uppnámi út um allan heim. Strax frá því að fregnirnar bárust hófust getgátur um hver bæri raunverulega ábyrgð á dauða hennar og bentu margir á konungsfjölskylduna. En hver var Díana, hvaðan kom hún og af hverju vakti hún svona mikla athygli?Það var ekki ljóst frá upphafi að Díana, sem bar ættarnafnið Spencer áður en hún gifti sig, myndi verða prinsessa. Hún fæddist árið 1961 í Norfolk á Englandi í vel stæðri fjölskyldu. Foreldrar hennar skildu þegar hún var ung og ólst hún upp hjá föður sínum. USA Today greinir frá því að árið 1975 þegar hún var þrettán ára gömul erfði faðir hennar titilinn jarlinn af Spencer við andlát föður síns og varð Díana þá lafði Díana. Hún menntaði sig til sautján ára aldurs og lauk prófi í Sviss. Áður en hún varð opinber persóna starfaði hún sem leikskólakennari. Díana hitti í fyrsta sinn framtíðareiginmann sinn, Karl Bretaprins, árið 1977 þegar hún var sextán ára en þá voru Karl og Sara systir hennar kærustupar. Árið 1980 fóru Díana og Karl að fella hugi saman og fljótlega komust breskir fjölmiðlar á snoðir um það og fóru að greina frá sambandinu. Í kjölfarið ritaði Filipus, faðir Karls, honum bréf þar sem hann sagði að Karl ætti annaðhvort að hætta með Díönu eða giftast henni. Karl valdi hið seinna.Í febrúar trúlofuðu Karl og Díana sig og giftust þann 29. júlí 1981 í Pálskirkjunni í Lundúnum. Díana var nýorðin tvítug en Karl var 32 ára. Um 2.500 gestir voru í brúðkaupinu sem var sjónvarpað út um allan heim. Time greinir frá því að áætlað sé að 750 milljónir manna hafi horft á athöfnina í sjónvarpinu.Hjónaband Díönu og Karls var ekki farsælt en 750 milljónir manna fylgdust með brúðkaupinu í sjónvarpinu.Vísir/GettyEftir brúðkaupið fengu fjölmiðlar í Bretlandi og víðar um heiminn mikinn áhuga á Díönu og varð hún fljótt ein mest myndaða manneskja í heimi. Tugir milljóna króna buðust fyrir myndir af henni. Díana veitti sjaldan persónuleg viðtöl, en árið 1995 fór hún í viðtal við BBC Panorama þar sem hún sagði meðal annars að þau væru þrjú í hjónabandinu, hún, Camilla og Karl. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu. Næstu árin fóru í barneignir hjá Díönu en hún eignaðist tvo syni, Vilhjálm og Harry, á tveggja ára tímabili. Fljótlega eftir fæðingu Harrys árið 1984 fóru fregnir að berast af því að ekki væri allt með felldu í hjónabandi þeirra Karls.Díana lét sig sérstaklega varða jarðsprengjur í Afríku, hér er hún að vekja athygli á þeim í Angóla.Vísir/Tim GrahamKarl hafði verið að halda við gamla kærustu sína, Camillu Parker Bowles, og sagði Díana eftirminnilega í viðtali við BBC árið 1995 að þau hefðu verið þrjú í hjónabandinu. Díana fór sjálf að halda við menn utan hjónabandsins. Árið 1992 skildu þau hjónin að borði og sæng, en skilnaðurinn varð formlegur árið 1996. Á meðan hún var gift Karli og eftir það sinnti Díana góðgerðarstarfi af ákafa. USA Today greinir frá því að hún hafi verið formaður nefndar eða þátttakandi í starfi yfir 100 góðgerðarfélaga á lífsleiðinni. Hún lét sig sérstaklega varða jarðsprengjur í Afríku og alnæmissjúklinga. Árið 1987 þegar fordómar gegn samkynhneigðum voru miklir og hræðsla við alnæmi í hámarki tók hún í höndina á manni sem þjáðist af alnæmi á spítala í Lundúnum. Með þessu er Díana talin hafa haft þau áhrif að fólk hætti að halda að alnæmi smitaðist með almennri snertingu.Díana var mjög náin sonum sínum Harry (t.v.) og Vilhjálmi (t.h.).Vísir/GettyDíana hóf fyrsta langtímasamband sitt eftir skilnaðinn árið 1995 og var í tvö ár með pakistanska skurðlækninum Hasnat Khan. Þegar Díana lést var hún með nýjum kærasta sínum, Dodi Fayed, en hann lét einnig lífið í árekstrinum. Fayed var kaupsýslumaður en faðir hans var eigandi lúxusvöruverslunarinnar Harrods í London. Þau Díana höfðu verið stutt saman. Þau voru á leið frá Ritz hótelinu í París með bílstjóranum Henri Paul og lífverði. Time greinir frá því að rekja megi slysið til þess að Paul var mjög ölvaður undir stýri, en einnig hafi ljósmyndarar verið að elta bílinn og leiddi það til þess að bíllinn skall á vegg í göngum við Alma-brúna í París.Minnisvarði um Díönu í tilefni þess að tíu ár voru frá andláti hennar árið 2007.Vísir/EPAEftir andlát Díönu hafa fjölmiðlar haft mikinn áhuga á sonum hennar. Nýverið tjáðu bræðurnir sig í fyrsta sinn opinberlega um móðurmissinn. Vilhjálmur lýsti því hvernig þeir bræður hefðu aldrei fengið almennilega að vinna úr sínum málum eftir andlát hennar. Þeir sem vilja fræðast betur um Díönu prinsessu geta horft á heimildarmyndina Diana: In Her Own Words sem Stöð 2 sýnir klukkan 19.25 í kvöld. Um er að ræða tímamótaheimildarmynd þar sem loksins líta dagsins ljós mjög umdeildar upptökur af Díönu. Tengdar fréttir Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Við tókum saman bestu dress Díönu prinsessu, en í dag eru tuttugu ár síðan hún lést. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Milljónir manna felldu tár út um allan heim þegar fregnir bárust af því að morgni 31. ágúst 1997 að Díana prinsessa í Bretlandi hefði farist í bílslysi í París. Díana hafði verið kölluð prinsessa fólksins. Hún var umdeild innan bresku konungsfjölskyldunnar og hafði skilið við eiginmann sinn Karl Bretaprins árið 1996. Hún naut þó mikillar almennrar hylli og lét fljótt mjög til síns taka í margvíslegri góðgerðarstarfsemi.Díana sem barn, hún ólst upp hjá föður sínum eftir skilnað foreldra sinna.Vísir/GettyÞegar Díana lét lífið var hún einungis 36 ára en hafði á stuttri ævi snert líf margra. ABC News greinir frá því að í sviðsljósinu hafi Díana þroskast frá því að vera tvítug ung kona í örmum Karls Bretaprins, eiginmanns síns, í að verða sjálfstæð kona sem tók djarfar tískuákvarðanir fram til dauðadags þann 31. ágúst 1997. Hún var mikil tískufyrirmynd eins og má lesa frekar um hér. BBC greinir frá því að fregnir af andláti Díönu hafi valdið uppnámi út um allan heim. Strax frá því að fregnirnar bárust hófust getgátur um hver bæri raunverulega ábyrgð á dauða hennar og bentu margir á konungsfjölskylduna. En hver var Díana, hvaðan kom hún og af hverju vakti hún svona mikla athygli?Það var ekki ljóst frá upphafi að Díana, sem bar ættarnafnið Spencer áður en hún gifti sig, myndi verða prinsessa. Hún fæddist árið 1961 í Norfolk á Englandi í vel stæðri fjölskyldu. Foreldrar hennar skildu þegar hún var ung og ólst hún upp hjá föður sínum. USA Today greinir frá því að árið 1975 þegar hún var þrettán ára gömul erfði faðir hennar titilinn jarlinn af Spencer við andlát föður síns og varð Díana þá lafði Díana. Hún menntaði sig til sautján ára aldurs og lauk prófi í Sviss. Áður en hún varð opinber persóna starfaði hún sem leikskólakennari. Díana hitti í fyrsta sinn framtíðareiginmann sinn, Karl Bretaprins, árið 1977 þegar hún var sextán ára en þá voru Karl og Sara systir hennar kærustupar. Árið 1980 fóru Díana og Karl að fella hugi saman og fljótlega komust breskir fjölmiðlar á snoðir um það og fóru að greina frá sambandinu. Í kjölfarið ritaði Filipus, faðir Karls, honum bréf þar sem hann sagði að Karl ætti annaðhvort að hætta með Díönu eða giftast henni. Karl valdi hið seinna.Í febrúar trúlofuðu Karl og Díana sig og giftust þann 29. júlí 1981 í Pálskirkjunni í Lundúnum. Díana var nýorðin tvítug en Karl var 32 ára. Um 2.500 gestir voru í brúðkaupinu sem var sjónvarpað út um allan heim. Time greinir frá því að áætlað sé að 750 milljónir manna hafi horft á athöfnina í sjónvarpinu.Hjónaband Díönu og Karls var ekki farsælt en 750 milljónir manna fylgdust með brúðkaupinu í sjónvarpinu.Vísir/GettyEftir brúðkaupið fengu fjölmiðlar í Bretlandi og víðar um heiminn mikinn áhuga á Díönu og varð hún fljótt ein mest myndaða manneskja í heimi. Tugir milljóna króna buðust fyrir myndir af henni. Díana veitti sjaldan persónuleg viðtöl, en árið 1995 fór hún í viðtal við BBC Panorama þar sem hún sagði meðal annars að þau væru þrjú í hjónabandinu, hún, Camilla og Karl. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu. Næstu árin fóru í barneignir hjá Díönu en hún eignaðist tvo syni, Vilhjálm og Harry, á tveggja ára tímabili. Fljótlega eftir fæðingu Harrys árið 1984 fóru fregnir að berast af því að ekki væri allt með felldu í hjónabandi þeirra Karls.Díana lét sig sérstaklega varða jarðsprengjur í Afríku, hér er hún að vekja athygli á þeim í Angóla.Vísir/Tim GrahamKarl hafði verið að halda við gamla kærustu sína, Camillu Parker Bowles, og sagði Díana eftirminnilega í viðtali við BBC árið 1995 að þau hefðu verið þrjú í hjónabandinu. Díana fór sjálf að halda við menn utan hjónabandsins. Árið 1992 skildu þau hjónin að borði og sæng, en skilnaðurinn varð formlegur árið 1996. Á meðan hún var gift Karli og eftir það sinnti Díana góðgerðarstarfi af ákafa. USA Today greinir frá því að hún hafi verið formaður nefndar eða þátttakandi í starfi yfir 100 góðgerðarfélaga á lífsleiðinni. Hún lét sig sérstaklega varða jarðsprengjur í Afríku og alnæmissjúklinga. Árið 1987 þegar fordómar gegn samkynhneigðum voru miklir og hræðsla við alnæmi í hámarki tók hún í höndina á manni sem þjáðist af alnæmi á spítala í Lundúnum. Með þessu er Díana talin hafa haft þau áhrif að fólk hætti að halda að alnæmi smitaðist með almennri snertingu.Díana var mjög náin sonum sínum Harry (t.v.) og Vilhjálmi (t.h.).Vísir/GettyDíana hóf fyrsta langtímasamband sitt eftir skilnaðinn árið 1995 og var í tvö ár með pakistanska skurðlækninum Hasnat Khan. Þegar Díana lést var hún með nýjum kærasta sínum, Dodi Fayed, en hann lét einnig lífið í árekstrinum. Fayed var kaupsýslumaður en faðir hans var eigandi lúxusvöruverslunarinnar Harrods í London. Þau Díana höfðu verið stutt saman. Þau voru á leið frá Ritz hótelinu í París með bílstjóranum Henri Paul og lífverði. Time greinir frá því að rekja megi slysið til þess að Paul var mjög ölvaður undir stýri, en einnig hafi ljósmyndarar verið að elta bílinn og leiddi það til þess að bíllinn skall á vegg í göngum við Alma-brúna í París.Minnisvarði um Díönu í tilefni þess að tíu ár voru frá andláti hennar árið 2007.Vísir/EPAEftir andlát Díönu hafa fjölmiðlar haft mikinn áhuga á sonum hennar. Nýverið tjáðu bræðurnir sig í fyrsta sinn opinberlega um móðurmissinn. Vilhjálmur lýsti því hvernig þeir bræður hefðu aldrei fengið almennilega að vinna úr sínum málum eftir andlát hennar. Þeir sem vilja fræðast betur um Díönu prinsessu geta horft á heimildarmyndina Diana: In Her Own Words sem Stöð 2 sýnir klukkan 19.25 í kvöld. Um er að ræða tímamótaheimildarmynd þar sem loksins líta dagsins ljós mjög umdeildar upptökur af Díönu.
Tengdar fréttir Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Við tókum saman bestu dress Díönu prinsessu, en í dag eru tuttugu ár síðan hún lést. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Við tókum saman bestu dress Díönu prinsessu, en í dag eru tuttugu ár síðan hún lést. 31. ágúst 2017 08:00