Innlent

Skora á stjórnvöld að samið verði aftur við Norðmenn um loðnuveiðar

atli ísleifsson skrifar
Loðna.
Loðna. Vísir/Hari
Stjórn Farmanna-og fiskimannasambandi Íslands (FFSÍ) hafa skorað á stjórnvöld að taka nú þegar upp viðræður við norsk yfirvöld um breytingar á ákvæðum samnings landanna um hlutdeild Norðmanna varðandi heimildir norskra skipa til loðnuveið á Íslandsmiðum.

Loðnuveiðar norskra skipa við Ísland hófust þann 30. janúar og standa til 22. febrúar samkvæmt reglugerð. Norsk skip hafa tryggt sér heimildir til að veiða 40 þúsund tonn af 57 þúsund tonna heildarkvóta.

„Frá því að samningurinn var gerður hafa allar aðstæður  gjörbreyttst og við blasir að tímabært er að endurskoða forsendur samnings sem gerður var þegar ástand loðnustofnsins var gott og veidd voru mörghundruð þúsund tonn. Ísland fær nú einungis 20 % í sinn hlut af þeim 57 þúsund tonnum sem  úthlutað er í ár sem við blasir að er engan veginn ásættanlegt,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn FFSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×