Innlent

Neituðu föður andvana barns um orlofið

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Barnið kom í heiminn í upphafi árs. Myndin er úr safni.
Barnið kom í heiminn í upphafi árs. Myndin er úr safni. vísir/getty
Fæðingarorlofssjóður synjaði föður andvana fædds barns um greiðslur úr sjóðnum. Úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚNV) felldi synjunina úr gildi og vísaði málinu til sjóðsins á ný.

Unnusta mannsins fæddi á upphafsmánuðum ársins andvana barn eftir 39 vikna meðgöngu. Þar sem þau voru ekki skráð í sambúð við fæðingu barnsins taldi sjóðurinn að maðurinn hefði verið forsjárlaus. Á þeim grundvelli var manninum synjað um greiðslur.

ÚNV benti á að reglan um fæðingarorlof við andvana fæðingu miðaði að því að gefa foreldrum svigrúm til að jafna sig eftir áfallið. Þar sem barnið fæddist andvana ættu reglur um forsjá ekki við. Taldi nefndin því að faðirinn ætti sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×