Erlent

Kínverjar æfir vegna ummæla Tillerson um Suður-Kínahaf

atli ísleifsson skrifar
Rex Tillerson.
Rex Tillerson. Vísir/AFP
Kínverskir ríkismiðlar eru æfir vegna ummæla Rex Tillerson, sem valinn hefur verið af Donald Trump til að gegna embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni.

Tillerson sagði á dögunum að möguleiki væri á því að Bandaríkjamenn komi í veg fyrir að Kínverjar geti siglt til eyja sem þeir hafa búið til á Suður-Kínahafi og miklar deildur hafa staðið um.

Líkti hann útþenslustefnu Kínverja á svæðinu við innlimun Rússa á Krímskaga.

Leiðarahöfundar ríkismiðlanna í Kína eru afar harðorðir vegna málsins og segja að ef Tillerson og Trump ætli að standa við stóru orðin í embætti sé allsherjarstríð yfirvofandi og að þjóðirnar tvær ættu þegar í stað að fara að undirbúa slík átök.

Í frétt Guardian kemur fram að Kínverjar hafi slegið eign sinni á nær allt svæðið sem um ræðir, en fimm önnur ríki, auk Taívan, hafa einnig gert tilkall hluta þess.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×