Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhléns. Nordicphotos/AFP Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Þá er staðfest að að minnsta kosti átta séu særðir eftir árásina. Eigandi brugghússins Spendrups staðfesti í gær að vöruflutningabíl fyrirtækisins hefði verið stolið um morguninn á meðan bílstjórinn var að afferma bílinn. Honum var svo ekið inn í verslunina klukkan eitt að íslenskum tíma. Við árásina var búðin rýmd. Þá lögðust almenningssamgöngur niður og vegum var lokað. Borgaryfirvöld opnuðu skóla og íþróttamannvirki til að hýsa þá sem ekki komust leiðar sinnar vegna truflana á samgöngum. Var gestum verslana í nágrenninu og starfsfólki gert að halda sig innandyra á meðan öryggi á svæðinu var tryggt. Jafnframt var íbúum í miðbænum sagt að halda sig heima. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun hafði maður verið handtekinn. Greindi ríkisútvarp Danmerkur frá því að hinn handtekni passaði við lýsingu af manni sem lögregla hafði lýst eftir. Lögregla birti fyrr um daginn mynd úr öryggismyndavélakerfi af manninum. Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Anders Thornberg að lögreglan vildi ná tali af manninum. Ríkislögreglustjórinn Dan Eliasson sagði á blaðamannafundi að lögreglumenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná sökudólgnum. „Eins og þið vitið eru margir særðir. Á þessari stundu getum við ekki staðfest hversu margir eru látnir eða særðir,“ sagði Eliasson. Í yfirlýsingu frá Stefan Löfven forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á Svíþjóð. „Allt bendir til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ríkisstjórninni sé haldið upplýstri um framgang mála. Hún geri allt sem hún geti til að aðstoða lögreglu við vinnu sína. „Ég hvet alla til að vera á varðbergi og fylgjast með nýjustu upplýsingum frá lögreglu,“ segir enn fremur. Karl sextándi Gústaf Svíakonungur var í opinberri heimsókn í Brasilíu þegar árásin var gerð. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að hann hafi ákveðið að flýta heimferð sinni. „Við fylgjumst náið með þróun málsins en hugur okkar er nú hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra.“ Árásin er ekki fyrsta vöruflutningabílsárásin í Evrópu undanfarið. Í júlí í fyrra féllu 86 í sambærilegri árás í Nice í Frakklandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Þá er staðfest að að minnsta kosti átta séu særðir eftir árásina. Eigandi brugghússins Spendrups staðfesti í gær að vöruflutningabíl fyrirtækisins hefði verið stolið um morguninn á meðan bílstjórinn var að afferma bílinn. Honum var svo ekið inn í verslunina klukkan eitt að íslenskum tíma. Við árásina var búðin rýmd. Þá lögðust almenningssamgöngur niður og vegum var lokað. Borgaryfirvöld opnuðu skóla og íþróttamannvirki til að hýsa þá sem ekki komust leiðar sinnar vegna truflana á samgöngum. Var gestum verslana í nágrenninu og starfsfólki gert að halda sig innandyra á meðan öryggi á svæðinu var tryggt. Jafnframt var íbúum í miðbænum sagt að halda sig heima. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun hafði maður verið handtekinn. Greindi ríkisútvarp Danmerkur frá því að hinn handtekni passaði við lýsingu af manni sem lögregla hafði lýst eftir. Lögregla birti fyrr um daginn mynd úr öryggismyndavélakerfi af manninum. Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Anders Thornberg að lögreglan vildi ná tali af manninum. Ríkislögreglustjórinn Dan Eliasson sagði á blaðamannafundi að lögreglumenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná sökudólgnum. „Eins og þið vitið eru margir særðir. Á þessari stundu getum við ekki staðfest hversu margir eru látnir eða særðir,“ sagði Eliasson. Í yfirlýsingu frá Stefan Löfven forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á Svíþjóð. „Allt bendir til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ríkisstjórninni sé haldið upplýstri um framgang mála. Hún geri allt sem hún geti til að aðstoða lögreglu við vinnu sína. „Ég hvet alla til að vera á varðbergi og fylgjast með nýjustu upplýsingum frá lögreglu,“ segir enn fremur. Karl sextándi Gústaf Svíakonungur var í opinberri heimsókn í Brasilíu þegar árásin var gerð. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að hann hafi ákveðið að flýta heimferð sinni. „Við fylgjumst náið með þróun málsins en hugur okkar er nú hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra.“ Árásin er ekki fyrsta vöruflutningabílsárásin í Evrópu undanfarið. Í júlí í fyrra féllu 86 í sambærilegri árás í Nice í Frakklandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira