Innlent

Stefnir allt í mjög stóra Þjóðhátíð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Það verður eflaust mikið um dýrðir í Vestmannaeyjum um helgina.
Það verður eflaust mikið um dýrðir í Vestmannaeyjum um helgina. Vísir/Vilhelm
Allt bendir til þess að Þjóðhátíð verði mjög stór í sniðum þetta árið. Samkvæmt lögreglunni í Vestmannaeyjum er fullsetið í allar ferjuferðir til Eyja. Jafnvel geti farið svo að sett verði fjöldamet.

Það er ekki einungis Herjólfur sem sér um að ferja Þjóðhátíðargesti til Eyja þetta árið en ferjan Akranes siglir einnig á milli Vetsmannaeyja og Landeyjahafnar um helgina.

„Það er vel bókað í allar þessar ferðir og fólkið sem hefur bókað sig hefur skilað sér. Ég held það sé verið að tala um að Akranes fari 15 ferðir í dag þannig að þetta stefnir í mjög stóra Þjóðhátíð,“ segir Jóhannes Ólafsson hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu.

„Föstudagurinn hefur alltaf verið stærsti dagurinn en þetta bætist við jafnt og þétt.“

Þannig að þetta, eins og þú segir, stefnir í mjög stóra Þjóðhátíð?

„Já. Ég veit ekki hvort við ætlum að slá einhver met en það verður ábyggilega ekki langt frá því.“


Tengdar fréttir

Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð

Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×