Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2017 19:06 Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eður ei. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess var yfirheyrður í síðasta sinn í dag. Játning liggur enn ekki fyrir í málinu.Fram kom í Fréttablaðinu í dag að rannsókn lögreglu hafi meðal annars beinst að því að reyna að varpa ljósi á það hvaða ásetningur lá að baki því að Birnu var ráðinn bani. Í tengslum við það var meðal annars rannsakað hvort að Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi eða tilraun til kynferðisofbeldis í rauðu Kia Rio-bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vildi í samtali við Fréttablaðið ekkert gefa upp um það hvaða niðurstaða hefði fengist úr þeim hluta rannsóknarinnar. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins í tvær vikur við upphaf rannsóknar þess, er enn með réttarstöðu sakbornings en hann er ekki grunaður um að hafa ráðið Birnu bana. Það kemur í hlut héraðssaksóknara að ákveða hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða ekki. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita, átta dögum síðar, eða sunnudaginn 22. janúar. Hún var tvítug þegar hún lést. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur að ljúka Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2017 11:10 Mál Birnu til héraðssaksóknara á föstudag Rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur er á lokametrunum. 15. mars 2017 14:19 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eður ei. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess var yfirheyrður í síðasta sinn í dag. Játning liggur enn ekki fyrir í málinu.Fram kom í Fréttablaðinu í dag að rannsókn lögreglu hafi meðal annars beinst að því að reyna að varpa ljósi á það hvaða ásetningur lá að baki því að Birnu var ráðinn bani. Í tengslum við það var meðal annars rannsakað hvort að Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi eða tilraun til kynferðisofbeldis í rauðu Kia Rio-bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vildi í samtali við Fréttablaðið ekkert gefa upp um það hvaða niðurstaða hefði fengist úr þeim hluta rannsóknarinnar. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins í tvær vikur við upphaf rannsóknar þess, er enn með réttarstöðu sakbornings en hann er ekki grunaður um að hafa ráðið Birnu bana. Það kemur í hlut héraðssaksóknara að ákveða hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða ekki. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita, átta dögum síðar, eða sunnudaginn 22. janúar. Hún var tvítug þegar hún lést.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur að ljúka Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2017 11:10 Mál Birnu til héraðssaksóknara á föstudag Rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur er á lokametrunum. 15. mars 2017 14:19 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00
Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur að ljúka Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2017 11:10
Mál Birnu til héraðssaksóknara á föstudag Rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur er á lokametrunum. 15. mars 2017 14:19