Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, tekur við starfi aðstoðarþjálfara sænska C-deildarliðsins Mjällby 1. janúar 2018.
Auk þess að vera aðstoðarþjálfari verður Milos yfirmaður akademíu Mjällby. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Milos stýrði Breiðabliki lengst af síðasta tímabils eftir að hafa hætt hjá Víkingi í upphafi móts. Undir hans stjórn enduðu Blikar í 6. sæti Pepsi-deildar karla.
Milos var lengi hjá Víkingi; sem leikmaður, þjálfari yngri flokka, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, meðþjálfari og aðalþjálfari.
