Innlent

Vilja segja upp samkomulagi ríkis og þjóðkirkju um kirkjujarðir og launagreiðslur

Anton Egilsson skrifar
Samkomulagið var undirritað þann 10. janúar árið 1997.
Samkomulagið var undirritað þann 10. janúar árið 1997. Vísir
Fimm þingmenn Pírata lögðu í dag fram þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að fela ríkisstjórninni að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá árinu 1997.

Samkomulagið lýtur að afhendingu þjóðkirkjunnar á kirkjujörðum til ríkisins gegn skuldbindingum þess um launagreiðslur til presta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar. Eftir slit samkomulagsins yrðu kirkjujarðirnar áfram í ríkiseigu en þjóðkirkjan þyrfti sjálf að standa straum af launakostnaði presta og annarra starfsmanna.

„Flutningsmenn tillögunnar telja löngu tímabært að binda enda á greiðslur ríkisins fyrir kirkjujarðirnar og leggja því til að ríkisstjórninni verði falið að hefja undirbúning að slitum samkomulagsins frá 1997 og öðrum samningum sem því tengjast.” Segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.

Í tillögunni er gert ráð fyrir rúmum tíma til verksins.

„Stefnt verði að því að samkomulagi þessu og öðrum samningum sem að því lúta verði endanlega slitið fyrir árslok 2020.” 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×