Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. desember 2017 20:04 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. En yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. 295 kynferðisbrot hafa verið skráð tilkynnt í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins og eru þar af 137 nauðganir. Í fyrra voru skráð kynferðisbrot 241 og 109 nauðganir. Árið 2015 voru tilkynningarnar 263 og 225 árið 2014. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur því fjölgað um 21 prósent miðað við meðaltal fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan. Af þessum 295 tilkynningum eru bæði brot sem áttu sér stað á árinu og eldri brot sem tilkynnt eru einhverjum mánuðum eða árum síðar. Þá hafa 225 kynferðisbrot, sem eiga að hafa átt sér stað á árinu, verið tilkynnt í ár. Þar af eru 102 nauðganir.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar.Vísir/Eyþór„Oft á tíðum helst fjölgun mála í takt við umræðu í samfélaginu og það virðist vera einhver fylgni á milli þess að því meiri sem umræðan er því fleiri mál fáum við til okkar,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fjölgað í tilkynningum um ný mál og eldri en meira þó í eldri. „Sjálfsagt er nú skýringin sú að með tilkomu bættrar ráðgjafar og meiri ráðgjafar þá hefur þessum málum fjölgað. Þar tel ég nú að Bjarkarhlíð eigi stærstan þátt,” segir Árni en Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem tók til starfa í byrjun árs. Af þeim 295 kynferðisbrotum sem skráð voru hjá lögreglu í ár hefur rannsókn verið hætt í 57 málanna. Árni segir að sönnunarstaðan sé oft erfið í eldri málum. „Því er mjög mikilvægt að þau séu tilkynnt mjög tímanlega og sem fyrst þannig að það sé hægt að afla annarra gagna eins og lífsýna og fleira.” Árni Þór útskýrir að tilkynningum hafi fjölgað mest á fyrstu níu mánuðum ársins. „Þá varð fjölgun um 41 prósent tilkynntra mála til okkar. Þau voru 171 í fyrra en 231 á þessu ári.“ Síðan þá hafi fjölgunin haldist nokkuð stöðug. „Við fögnum þessum viðbrögðum stjórnvalda að setja í þetta aukið fjármagn þannig það skili sér í fjölgun ransakara þannig að málsmeðferðartimi þessara mála verði góður og ásættanlegur.” Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Bílslys á gatnamótum við Hringbraut Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. En yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. 295 kynferðisbrot hafa verið skráð tilkynnt í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins og eru þar af 137 nauðganir. Í fyrra voru skráð kynferðisbrot 241 og 109 nauðganir. Árið 2015 voru tilkynningarnar 263 og 225 árið 2014. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur því fjölgað um 21 prósent miðað við meðaltal fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan. Af þessum 295 tilkynningum eru bæði brot sem áttu sér stað á árinu og eldri brot sem tilkynnt eru einhverjum mánuðum eða árum síðar. Þá hafa 225 kynferðisbrot, sem eiga að hafa átt sér stað á árinu, verið tilkynnt í ár. Þar af eru 102 nauðganir.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar.Vísir/Eyþór„Oft á tíðum helst fjölgun mála í takt við umræðu í samfélaginu og það virðist vera einhver fylgni á milli þess að því meiri sem umræðan er því fleiri mál fáum við til okkar,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fjölgað í tilkynningum um ný mál og eldri en meira þó í eldri. „Sjálfsagt er nú skýringin sú að með tilkomu bættrar ráðgjafar og meiri ráðgjafar þá hefur þessum málum fjölgað. Þar tel ég nú að Bjarkarhlíð eigi stærstan þátt,” segir Árni en Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem tók til starfa í byrjun árs. Af þeim 295 kynferðisbrotum sem skráð voru hjá lögreglu í ár hefur rannsókn verið hætt í 57 málanna. Árni segir að sönnunarstaðan sé oft erfið í eldri málum. „Því er mjög mikilvægt að þau séu tilkynnt mjög tímanlega og sem fyrst þannig að það sé hægt að afla annarra gagna eins og lífsýna og fleira.” Árni Þór útskýrir að tilkynningum hafi fjölgað mest á fyrstu níu mánuðum ársins. „Þá varð fjölgun um 41 prósent tilkynntra mála til okkar. Þau voru 171 í fyrra en 231 á þessu ári.“ Síðan þá hafi fjölgunin haldist nokkuð stöðug. „Við fögnum þessum viðbrögðum stjórnvalda að setja í þetta aukið fjármagn þannig það skili sér í fjölgun ransakara þannig að málsmeðferðartimi þessara mála verði góður og ásættanlegur.”
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Bílslys á gatnamótum við Hringbraut Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira