RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. september 2017 06:00 RÚV hefur neitað að afhenda fréttastofu sáttina sem gerð var við Guðmund Spartakus. Neitunin hefur verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vísir Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að það væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir stofnunina að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur fremur en að láta reyna á fréttaflutning sinn fyrir dómstólum. Að sögn skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins hefur stofnunin aldrei áður farið þá leið að greiða fyrir sátt vegna málshöfðunar. Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna á þriðja tugs ummæla sem birtust í fréttum í maí í fyrra og vörðuðu meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Fréttir Ríkisútvarpsins byggðu á umfjöllun dagblaðsins ABC í Paragvæ og blaðamanni þess. Guðmundur krafðist alls 10 milljóna króna í bætur frá Ríkisútvarpinu frá fjórum starfsmönnum og átti að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Á mánudag barst fréttatilkynning frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar, þess efnis að samkomulag hefði náðst um málalok. Það fól í sér að Guðmundur félli frá kröfum sínum en fengi greiddan málskostnað og miskabætur sem Vísir upplýsti síðar að næmu 2,5 milljónum króna. Þessi sáttagreiðsla hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars í ljósi þess að fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var nýverið sýknaður í héraðsdómi af kröfum Guðmundar vegna fréttaflutnings af sama máli. Fréttablaðið leitaði skýringa á því hvers vegna Ríkisútvarpið hefði ákveðið að semja um greiðslu bóta í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum og hvort það hefði verið talið ódýrara fyrir stofnunina.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins að vissulega byggi ákvörðunin á hagsmunamati. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur. Að sögn Margrétar er henni aðeins kunnugt um að einu sinni áður hafi Ríkisútvarpið samið um málalok utan dómstóla, en þar hafi ekki komið til greiðslu af neinu tagi. „Þar var fallið frá hvers konar stefnukröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda og í því fólst eins og gefur að skilja engin greiðsla af neinu tagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að það væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir stofnunina að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur fremur en að láta reyna á fréttaflutning sinn fyrir dómstólum. Að sögn skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins hefur stofnunin aldrei áður farið þá leið að greiða fyrir sátt vegna málshöfðunar. Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna á þriðja tugs ummæla sem birtust í fréttum í maí í fyrra og vörðuðu meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Fréttir Ríkisútvarpsins byggðu á umfjöllun dagblaðsins ABC í Paragvæ og blaðamanni þess. Guðmundur krafðist alls 10 milljóna króna í bætur frá Ríkisútvarpinu frá fjórum starfsmönnum og átti að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Á mánudag barst fréttatilkynning frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar, þess efnis að samkomulag hefði náðst um málalok. Það fól í sér að Guðmundur félli frá kröfum sínum en fengi greiddan málskostnað og miskabætur sem Vísir upplýsti síðar að næmu 2,5 milljónum króna. Þessi sáttagreiðsla hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars í ljósi þess að fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var nýverið sýknaður í héraðsdómi af kröfum Guðmundar vegna fréttaflutnings af sama máli. Fréttablaðið leitaði skýringa á því hvers vegna Ríkisútvarpið hefði ákveðið að semja um greiðslu bóta í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum og hvort það hefði verið talið ódýrara fyrir stofnunina.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins að vissulega byggi ákvörðunin á hagsmunamati. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur. Að sögn Margrétar er henni aðeins kunnugt um að einu sinni áður hafi Ríkisútvarpið samið um málalok utan dómstóla, en þar hafi ekki komið til greiðslu af neinu tagi. „Þar var fallið frá hvers konar stefnukröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda og í því fólst eins og gefur að skilja engin greiðsla af neinu tagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40
RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37