Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 08:38 Björgunarsveitir þurftu að sækja fólk í bíla á Mosfellsheiði í nótt. Vísir Um klukkan þrjú í nótt voru björgunarsveitir í Reykjavík kallaðar út til að aðstoða bílstjóra sem höfðu fest bíla á Mosfellsheiði. Fjórir bílar voru fastir á heiðinni og lauk aðgerðum nú rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Það höfðu dráttarbílar ætlað að fara í það verkefni en urðu frá að hverfa vegna ófærðar,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nokkrir hópar frá tveimur björgunarsveitum, Ársæli og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, fluttu fólkið úr þremur bílum til byggða en það tókst að losa einn bílinn. „Hann beið eftir moksturstækinu frá Vegagerðinni og ætlaði að komast niður þannig.“ Verkefnið gekk vel, björgunarsveitarhóparnir voru á leiðinni upp eftir á fimmta tímanum í morgun og höfðu lokið aðgerðinni núna rétt fyrir sjö. 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit fyrir norðan að týndum einstaklingi og svo þurfti einnig að aðstoða göngumenn sem höfðu farið út af leið. „Í gærkvöldi fóru björgunarsveitir Hveragerði og Eyrarbakka upp í Reykjadal. Þar voru tveir göngumenn villtir í hríðarveðrinu sem gekk yfir þar upp úr kvöldmataleytinu í gær. Þeir voru villtir og gekk á með éljum.“ Davíð segir að þetta hafi gengið vel. Þegar létti aðeins til náðu göngumennirnir svo að finna stiku svo þeir gátu fylgt leiðinni aftur til baka á móti björgunarsveitarfólkinu sem var á leiðinni til þeirra. Líðan þeirra var góð þegar þeir fundust.Búist er við myndarlegri lægð eftir hádegi í dag.Vísir/GVAFærð á vegumSnjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en ófært á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þungfært og skafrenningur er Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð í Ísafirði. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, Vatnsskarð eystra og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Höfn en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka. Vegagerðin vekur athygli á að í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður. Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum. Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og fara varlega á þessum svæðum. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Um klukkan þrjú í nótt voru björgunarsveitir í Reykjavík kallaðar út til að aðstoða bílstjóra sem höfðu fest bíla á Mosfellsheiði. Fjórir bílar voru fastir á heiðinni og lauk aðgerðum nú rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Það höfðu dráttarbílar ætlað að fara í það verkefni en urðu frá að hverfa vegna ófærðar,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nokkrir hópar frá tveimur björgunarsveitum, Ársæli og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, fluttu fólkið úr þremur bílum til byggða en það tókst að losa einn bílinn. „Hann beið eftir moksturstækinu frá Vegagerðinni og ætlaði að komast niður þannig.“ Verkefnið gekk vel, björgunarsveitarhóparnir voru á leiðinni upp eftir á fimmta tímanum í morgun og höfðu lokið aðgerðinni núna rétt fyrir sjö. 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit fyrir norðan að týndum einstaklingi og svo þurfti einnig að aðstoða göngumenn sem höfðu farið út af leið. „Í gærkvöldi fóru björgunarsveitir Hveragerði og Eyrarbakka upp í Reykjadal. Þar voru tveir göngumenn villtir í hríðarveðrinu sem gekk yfir þar upp úr kvöldmataleytinu í gær. Þeir voru villtir og gekk á með éljum.“ Davíð segir að þetta hafi gengið vel. Þegar létti aðeins til náðu göngumennirnir svo að finna stiku svo þeir gátu fylgt leiðinni aftur til baka á móti björgunarsveitarfólkinu sem var á leiðinni til þeirra. Líðan þeirra var góð þegar þeir fundust.Búist er við myndarlegri lægð eftir hádegi í dag.Vísir/GVAFærð á vegumSnjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en ófært á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þungfært og skafrenningur er Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð í Ísafirði. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, Vatnsskarð eystra og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Höfn en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka. Vegagerðin vekur athygli á að í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður. Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum. Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og fara varlega á þessum svæðum.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12