Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með áfengis- eða vímuefnavanda. Rætt verður við Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs, í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30. Þórarinn segir meðal annars hóp eldri fólks í vímuefnavanda eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við.

Við ræðum einnig við prófessor í tölfræði sem segir kynbundinn launamun misskilning en skipuleggjendur Kvennafrídagsins segja hann aftur á móti staðreynd. Ólíkar nálganir og skoðanir á þessu hitamáli verða skoðaðar í kvöldfréttum.

Einnig verður farið yfir helstu málin á þingi í dag, við fjöllum um bréfsprengjur í Bandaríkjunum og förum í Búðardal og skoðum fyrsta einbýlishúsið sem risið hefur í bænum í heilan áratug. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×