Innlent

Þyrlan kölluð út vegna vélarvana báts

Birgir Olgeirsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskip frá Sandgerði og björgunarsveitir á landi voru kallaðar út nú fyrir skömmu eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá vélarvana báti sem staddur er um 1 sjómílu norður af Garðskagavita.

TF-LIF hélt frá Reykjavík um tuttugu mínútur í eitt og er kominn að bátnum. Skipverjar um borð hafa sett akkeri út og náðu að stöðva rek bátsins. Ástandið er talið vera tryggt en þyrla Landhelgisgæslunnar mun vera til staðar ef á þarf að halda. Björgunarskipið verður komið á vettvang innan skamms og er gert ráð fyrir að það taki bátinn í tog.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×