Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Sylvía Hall skrifar 9. september 2018 15:19 Steve Bannon var umdeildur á tíma sínum í Hvíta húsinu. Vísir/Getty Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. Greinin, sem er nafnlaus, er skrifuð af háttsettum starfsmanni forsetans. Í greininni sem birt var á miðvikudag lýsir starfsmaðurinn hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Þá segir hann einnig að hann vilji að ríkisstjórn Trump vegni vel og telji að sum stefnumál hennar hafi þegar gert Bandaríkin öruggari og aukið velmegun. Embættismennirnir sem um ræðir telji hins vegar frumskyldu sína vera við landið en forsetinn hafi haldið áfram að hegða sér á hátt sem skaði heilsu lýðveldisins. Í samtali við Reuters segir Bannon að greinin sé ekkert annað en skýr skilaboð um yfirvofandi valdarán og bein árás á stjórn landsins. „Þetta er valdarán, klárt mál,” segir Bannon. Þá segir hann þetta vera ein stærsta áskorun Bandaríkjaforseta frá borgarastyrjöldinni árið 1862 þegar hershöfðinginn George B. McClellan átti í deilum við þáverandi forseta landsins, Abraham Lincoln, og sagði hann vera óhæfan til þess að fara með stjórn landsins. Bannon var rekinn úr starfsliði forsetans í ágúst árið 2017 eftir að hafa lent í útistöðum við aðra ráðgjafa forsetans. Hann sagðist hafa sagt starfi sínu lausu vegna tilrauna Repúblikanaflokksins til að gera Trump „hlutlausan”. „Það eru opinberir starfsmenn sem trúa því að Trump sé ekki hæfur til þess að gegna starfi forseta. Þetta er krísa.” Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. Greinin, sem er nafnlaus, er skrifuð af háttsettum starfsmanni forsetans. Í greininni sem birt var á miðvikudag lýsir starfsmaðurinn hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Þá segir hann einnig að hann vilji að ríkisstjórn Trump vegni vel og telji að sum stefnumál hennar hafi þegar gert Bandaríkin öruggari og aukið velmegun. Embættismennirnir sem um ræðir telji hins vegar frumskyldu sína vera við landið en forsetinn hafi haldið áfram að hegða sér á hátt sem skaði heilsu lýðveldisins. Í samtali við Reuters segir Bannon að greinin sé ekkert annað en skýr skilaboð um yfirvofandi valdarán og bein árás á stjórn landsins. „Þetta er valdarán, klárt mál,” segir Bannon. Þá segir hann þetta vera ein stærsta áskorun Bandaríkjaforseta frá borgarastyrjöldinni árið 1862 þegar hershöfðinginn George B. McClellan átti í deilum við þáverandi forseta landsins, Abraham Lincoln, og sagði hann vera óhæfan til þess að fara með stjórn landsins. Bannon var rekinn úr starfsliði forsetans í ágúst árið 2017 eftir að hafa lent í útistöðum við aðra ráðgjafa forsetans. Hann sagðist hafa sagt starfi sínu lausu vegna tilrauna Repúblikanaflokksins til að gera Trump „hlutlausan”. „Það eru opinberir starfsmenn sem trúa því að Trump sé ekki hæfur til þess að gegna starfi forseta. Þetta er krísa.”
Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06
Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39
Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02